Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þjóðþekkt miðbæjarfólk sakað um elítustæla: „Mér dettur ekki í hug að afgreiða sjálfan mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það sauð upp úr í Facebook-hópi íbúa í Miðbænum í morgun og féllu ýmiss þung orð. Ástæðan er sjálfsafgreiðsla í verslun Krónunnar og ljóst er að sitt sýnist hverjum. Sumir segja það hneyksli að það sé ekki boðið upp á hefðbundna afgreiðslu meðan aðrir telja það einfaldlega elítustæla.

Það var rithöfundurinn Benóný Ægisson sem hóf umræðuna og skrifaði: „Ég er dálítið hugsi yfir viðbrögðum við nýju Krónuversluninni við Hallveigarstíg en margir segjast ætla að sniðganga hana vegna þess að þar er bara sjálfsafgreiðsla. Ég held að til að knýja fram breytingar sé sniðganga um það bil það versta sem fólk gerir. Sjáið bara ferðamannabúðirnar, ástandið þar sýnir að verslanir þrífast ekki án heimamarkaðarins. Ég hef ýmislegt að athuga við Krónubúðina en ég vil frekar hafa hana en að hafa hana ekki.“

Sumir voru sammála honum og Guðrún Erla Geirsdóttir vill ganga svo langt að senda bréf til Krónunar í nafni íbúasamtaka. Sú skrifar: „Hvað með að við í stjórn íbúasamtakanna sendum bréf/áskorun til þeirra sem reka Krónuna og förun fram á að tekið sé tillit til þeirra íbúa hverfisins sem kjósa að eiga fremur samskipti við manneskju en tölvu – þe það sem kallað er ,,sjálfafgreiðsla”“.

Skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack tók illa í það. „Ekki í mínu nafni, takk. Það eina sem þarf að gera er að bæta við belti á eina mannaða kassann“. Hún sagði svo að sjálfsafgreiðsla skerpt neytendavitund hennar. „Ég er svo þakklát fyrir þetta sjálfsafreiðslusystem. Verðvitund mín hefur aukist til muna, ég get gert þetta á mínum hraða og raðað í pokana eins og mér þóknast best, er ekki fyrir þeim sem á eftir mér kemur. Finnst einmitt erfitt að halda 2 metra reglu þegar það eru mannaðir kassar þar sem sá sem á eftir mér kemur er alltaf að flýta sér. Ég kaupi oftast 2-3 poka þegar ég fer. Starfsfólk er alltaf til staðar til að hjálpa,“ segir Margrét Erla.

Önnur sem tók illa í þessa gagnrýni var fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir Kemp. „Vá. Þvílík forréttindablinda og elítustælar. Á grínlaust að reyna að þvinga lággjaldaverslun úr miðborginni afþví þið getið ekki ýtt vörunum ykkar sjálf í gegnum “blíbbið”? Afhverju þurfiði manneskju á lágmarkslaunum til að gera þetta fyrir ykkur segiði?“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kom svo með hitt sjónarmiðið. „Mér dettur ekki í hug að afgreiða sjálfan mig. Og allra síst í miðri farsótt. Og varðandi forréttindi, þá held ég að heimurinn verði síst betri ef við leggjum niður verkamannastörf. Eða gætir þess í vöruverði þarna hve þjónustan er lítil.“

- Auglýsing -

Heiða B. Heiðars auglýsingakona svaraði til baka: „Ég byrjaði einmitt að nota sjálfsafgreiðslu af því að það er farsótt. Ég sé enga ástæðu til að láta fólk á skítalaunum vera endalaust útsett fyrir smiti.“ Því svarar Egill: „Semsé fólkið sem er að spritta og sótthreinsa er ekki útsett fyrir smiti? Ég hef hins vegar furðað mig á að ekki séu betri sóttvarnir fyrir fólk sem er að vinna alls kyns þjónustustörf. Auðvelt að búa til einhvers konar búr um þá sem afgreiða í svona búðum – og af hverju eru strætisvagnabílstjórar ekki á algjörlega aflokuðum rýmum.“

Egill segir enn fremur að verkafólki sé enginn greiði gerður með þessu kerfi. „En svo er náttúrlega veruleikinn á bak við þetta sá að arður af sjálfvirknivæðingunni mun ekki renna í vasa notenda og því síður vinnandi fólks. Þetta þróast allt í þá átt að færri og stærri aðilar eiga allt í samfélaginu og ójöfnuður eykst. Eitt sinn var smáatvinnurekstur helsta hugsjón hægri manna – nú er það frekar að fólk geti bætt kjör sín með því að eiga hlutabréf í stóru fyrirtæki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -