Skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var lögregla kölluð til vegna tilraunar til innbrots en atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þjófurinn komst ekki inn í húsið en skildi hann eftir skemmdir á glugga þar sem hann hafði reynt að brjóta sér leið inn.
Annar þjófur var á ferð í Austurborginni um klukkan þrjú í nótt en honum tókst ekki ætlunarverk sitt þrátt fyrir að hafa komist inn í húsnæðið. Lögregla hafði hendur í hári mannsins áður en hann náði að hafa á brott með sér þýfi en er málið nú til rannsóknar.
Þá var lögreglu gert vart við grunsamlegar mannaferðir í þónokkur skipti í nótt auk minniiháttar útkalla.