Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þögn Katrínar meiðir meira

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er sár út í Katrínu. Ég fylltist von um að nú kæmi einhver niðurstaða sem mundi feykja skýjunum frá sólinni.“

Þetta segir Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem, ólíkt flestum öðrum aðilum málsins, hefur ekki verið sýknuð af Hæstaréttir. Í ítarlegu viðtali við Mannlíf lýsir Erla vonbrigðum sínum með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en þær áttu fund vegna málsins þann 27. desember. Síðan þá hefur ekkert gerst.

„Ég hitti Katrínu og reifaði þau mál sem þurfti og það var fínt að tala við hana. Hún sagði reyndar í upphafi fundar að hún vildi að við hittumst aftur í lok janúar því þá ætlaði hún að geta útskýrt fyrir mér stöðuna. Seinna á þessum fundi ítrekaði hún að við hittumst aftur í lok janúar. Þann sjöunda febrúar sendi ég henni tölvupóst og sagðist vera orðin langeyg eftir fundinum til þess að geta ákveðið næstu skref. Ekkert svar. Í fyrrihluta mars sendi ég aftur póst og sagði að enn hefði ég ekkert heyrt. Var vissulega orðin sár og að reyna að skilja hverju sætti að mér væri ekki svarað. Enn hef ég ekkert heyrt.

Ef þú biður einhvern fyrirgefningar en heldur svo áfram að sparka í viðkomandi, er það þá marktæk fyrirgefningarbeiðni? Þetta tvöfalda siðferði að biðjast fyrirgefningar en halda svo öllum á stað sem heldur áfram að meiða og særa viðkomandi. Að halda þessu svona vofandi yfir þeim sem hafa mátt þola allt sem á undan er gengið er framkoma sama eðlis og við höfum alla tíð mátt þola af hálfu þessa kerfis.

Ég er sár út í Katrínu. Ég fylltist von um að nú kæmi einhver niðurstaða sem mundi feykja skýjunum frá sólinni. Ég hafði á tilfinningunni að þessi kona sem ég hafði haft mætur á væri einmitt manneskjan sem myndi ljúka langri og myrkri göngu okkar allra. Veruleikinn er hins vegar sá að þögn hennar meiðir mig meira en margt annað hefur gert. Það væri betra ef ríkisstjórnin hefði sleppt því að biðjast fyrirgefningar því hugur virðist ekki hafa fylgt þar máli.

Þessu máli er ekki lokið fyrr en ég, Sævar og Kristján höfum verið sýknuð af röngum sakargiftum. Enginn vilji virðist hins vegar hafa verið í réttarkerfinu á neinu stigi málsins til að takast á við þá ábyrgð sem á því hvílir í þessu hörmulega máli.“

Allt viðtalið við Erlu má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -