Þór Saari fyrrverandi þingmaður er ekki sáttur við kjarasamninginn sem undirritaður var í dag. Tjáir sig á síðu sinni og segir:
„Úff! Ekki eru þeir beint vænir brauðmolarnir sem yfirstéttin, sú pólitíska og sú peningalega, skammtar launþegum og almenningi.“
Bætir við:
„Samningar sem ná ekki að halda í við verðbólgu, a.k.a. lækkun launa, og svo meiri peningar í yfirverðlagðan húsnæðismarkað.“
Hann bendir á að það „að dæla meiri peningum inn í alltof hátt verðlagðan fákeppnisvaldaðan húsnæðisgeira í formi hærri húsaleigubóta gerir ekkert annað, já ekkert annað, en að hækka húsaleigu og húsnæðisverð.“
Þór lýkur pistli sínum á þessum orðum:
„Hér er um að ræða uppgjöf stéttarfélaga fyrir hönd umbjóðenda sinna, launþega. Vonandi nær Efling að standa í lappirnar í þessari aðför að vinnandi fólki.“