Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, sem myrtur var fyrir utan heimili þeirra við Rauðagerði, er gengin 33 vikur með annað barn þeirra en fyrir eiga þau 18 mánaða gamlan son. Börnin tvö munu nú alast upp án föður síns.
Þóranna segir að þau hjónin hafi verið virkilega spennt fyrir framtíðinni og barninu sem er á leiðinni í heiminn í júní. Í samtali við Kompás segir hún ótrúlega erfitt að útskýra fyrir ungum syni hvað gerðist en hún ætlar að vera sterk fyrir son sinn og barnið sem er á leiðinni.
„Ég gæti þetta örugglega ekki án hans, og það er bara fyrir hann sem maður getur vaknað, og fyrir hann sem maður fer á fætur og þetta. Það er augljóst að hann finnur að það er eitthvað sem er ekki í lagi. Þetta er ofboðslega erfitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að alast upp án þess að eiga pabba, alveg ofboðslega góðan pabba,“ segir Þóranna.
Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqiri, 33 ára karlmaður frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum, meðal annars í höfuðið.
Þóranna gagnrýnir lögregluyfirvöld og segir þau hafa brugðist. Til að mynda fullyrðir hún að lögreglan hafi vitað af sá sem játað hefur morðið á sig hafi verið vopnaður skambyssu vikurnar fyrir morðið. Þá var líka vitað að hann hafi verið eftirlýstur í heimalandinu.
Maðurinn sem hefur játað á sig morðið á Armando Bequirai heitir Angjelin Sterkaj. Hann er einnig frá Albaníu og er fæddur árið 1986. Þrettán til viðbótar eru með stöðu sakbornings, tíu karlar og þrjár konur. Málið er nú komið á borð Héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru.
Játning liggur fyrir vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem Armando var skotinn til bana við heimili sitt. Hann var skotinn níu sinnum meðal annars í höfuð og bol með fyrrgreindum afleiðingum. Skotvopnið staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæði að sé fundið, en um er að ræða 22 kalíbera skammbyssu með hljóðdeyfi. Fannst skotvopnið í sjónum við höfuðborgarsvæðið í mars.
Armando var jarðsunginn 5. mars síðastliðinn.
Sjá einnig: Nafn mannsins sem lést í Rauðagerði: Var íslenskur, elskaður, átti konu og barn og von á öðru
Armando og Þóranna Helga bjuggu saman í Rauðagerði og voru að gera húsið upp. Það var bróðir Þórönnu og vinur hans, sem búa á neðri hæðinni í húsinu í Rauðagerði, sem komu fyrstir að Armando látnum.
„Ég sendi Armando skilaboð um að taka úr þurrkaranum, og hann sendir á mig: Já, ekkert stress. Ég er hjá vini mínum og kem heim eftir smá stund! Ég segi bara: Ok, sjáumst eftir smá! Og svo, bara tuttugu mínútum seinna, fæ ég köllun um að hringja á sjúkrabíl sem ég geri og þegar ég er komin niður þá sé ég að hann liggur þarna fyrir framan hjá okkur. Ég læt strák sem býr á neðri hæðinni fá son minn og ég og bróðir minn byrjum hjartahnoð,” segir Þóranna og bætir við:
„Þetta var bara aftaka. Það er enginn meðaljón sem getur gengið að manni og skotið hann níu sinnum.“
Aftakan var framin við Rauðagerði um miðnætti 13. febrúar. Ungur maður á fertugsaldri var tekinn af lífi á hrottalegan og kaldrifjaðan hátt. Hinn myrti var Íslendingur, Armando Beqiri, sem á ættir að rekja til Albaníu. Hann settist hér að annan jóladag árið 2014, lærði tungumálið, kynntist konu og giftist, eignaðist barn og átti von á öðru kríli í fangið örfáum mánuðum síðar, eiginmaður, faðir og fyrirtækjaeigandi í Gerðunum. Unnusta hans, Þóranna, er nú gengin 33 vikur.
Armando virtist hafa komið ár sinni vel fyrir borð og hann kunni íslensku. Stoltur kaus hann svo í fyrsta sinn á lífsleiðinni er hann stakk kjörseðli í kassann í þingkosningum hér á landi. Armando var líka harður stuðningsmaður íslenska landsliðsins.
Morðið við Rauðagerði
Skömmu fyrir miðnætti lagði Armando bíl sínum inn í bílskúr og á sömu stundu og hann var að ganga að útidyrunum er talið að bíl hafi verið ekið framhjá húsinu og þaðan hafi hverju byssuskotinu á fætur öðru verið hleypt af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hæfðu kúlurnar Armando í bak, háls og höfuð en aðrar misstu marks. Á vettvangi fannst Armando liggjandi í blóði sínu og var reynt endurlífgun og hann fluttur á spítala.
Armando komst aldrei til meðvitundar og var hann úrskurðaður látinn á Landspítalanum stuttu eftir komu þangað.
Til Íslands á jólunum
Málið er allt hið sorglegasta, Armando átti 18 mánaða dreng. Unnusta hans ber barn undir belti og á von á sér eftir nokkra mánuði.
Armando var albanskur að uppruna og var fyrst talað um að einn útlendingur hefði skotið annan. Það er ekki svo einfalt. Armando kom til Grikklands haustið 2012. Rétt rúmum tveimur árum síðar, á annan í jólum, lendir hann á Íslandi. Tók hann strax ástfóstri við land og þjóð. Á samfélagsmiðlum segist Armando tala þrjú tungumál, albönsku, grísku og ensku. Samkvæmt heimildum Mannlífs var hann fljótur að ná tökum á einu erfiðasta máli veraldar, íslensku. Þá segja heimildarmenn Mannlífs að hann hafi verið vel liðinn af mörgum.
Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem hefur játað á sig morðið í Rauðagerði
Kynnist konu og tekur ástfóstri við landið
Árið 2014 kynntist Armando konunni sinni og eignuðust þau son fyrir ekki margt löngu og áttu von á öðru barni, er hann féll frá.
Sannleikurinn er nefnilega sá, líkt og nefnt er hér að ofan að maðurinn er íslenskur. Einn stærsti dagurinn í hans lífi var þegar Armando var veittur ríkisborgararéttur. Þá var hann montinn með sig, sem von er. Armando fylltist stolti að kjósa í fyrsta sinn á ævinni og hafði áhrif á þingkosningarnar ásamt öðrum Íslendingum.
Til merkis um ást hans á Íslandi, þá var Armando gallharður stuðningsmaður Íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Fylgdi hann liðinu til Rússlands á heimsmeistaramótið og stoltið leynir sér ekki á einni myndinni þar sem Armando er í íslensku landsliðstreyjunni.
Vinamargur fyrirtækjaeigandi
Tekið skal fram að ekki er ætlun Mannlífs að setja geislabaug á nokkurn er tengist þessum sorglega og ömurlega harmleik við Rauðagerði eða draga upp myrkari hlið af þeim sem eru til umfjöllunar. Það er hins vegar staðreynd að ungur faðir sem var í metum hjá mörgum var myrtur á hrottafenginn hátt og eftir situr fjölskylda í sárum
Nokkrir heimildarmanna Mannlífs bera Armando vel söguna. Hann hafi verið reglusamur og vart sést á honum vín. Þá er Armando sagður vinamargur og í fjölmennum vinahópi er nú stórt skarð sem aldrei verði fylgt.
Óvinir eða óvildarmenn húsbóndans í Rauðagerði eru sagðir fáir, jafnvel taldir á fingrum annarrar handar. Hvort það sé rétt kemur í ljós síðar.
Fá aldrei að kynnast föður sínum
Veröld Íslendinga gæti breyst til frambúðar, til hins verra og fælist í að lögregla teldi rétt að ganga með skammbyssur. Undirheimarnir myndu þá vígbúast líka og einn daginn yrði Íslendingur fyrir byssukúlu.
Þóranna skilur ekki hvers vegna Angelin hafi fengið að vera hér á landi. Ég bara skil ekki hvernig annað fólk, eins og þessi maður, fær að koma og vera hér,“ segir Þóranna. Hún lýsir Armando sem mjög tilfinningasömum einstaklingi.
„Rosalega ástríðufullur. Allar tilfinningar voru rosalega ýktar. Hann var rosalega vinmargur og fljótur að kynnast fólki. Fólk langaði að vera í kringum hann.“
Þóranna hefur misst ástina sína. Tvo ung börn, annað ófætt, fá aldrei að kynnast föður sínum. Þjóðin upplifir öryggisleysi sem er hjóm eitt miðað við það sem aðstandendur unga fjölskylduföðurins munu ganga í gegnum næstu vikur, mánuði og ár.
Armando sem lést við Rauðagerði fyrir utan hús sitt var ungur.