Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þórarinn læknaformaður: „Ég vona að við endum ekki þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir ábyrgð þeirra sem leggja til óheftari Covid-smit í landinu vera mikla. Þeir tali gegn okkar bestu sérfræðingum í smitvörnum og geti leitt til svo mikils álags á heilbrigðiskerfið að þar þurfi að vísa frá sjúklingum í áhættuhópum.

Þetta ritar Þórarinn í færslu á Facebook og vísar þar til stöðunnar þegar hún var hvað verst í kórónuveirufaldrinum á Ítalíu. „Ég fylgdist með á Twitter gegnum ítalska kollega þegar ástandið á Ítalíu var sem verst í vor. Náttúruhamfarir, stríðsástand og svipuð orð ná ekki að lýsa ástandinu þar vel. Læknar sem höfðu minna að gera vegna ástandsins eins og meinafræðingar og bæklunarlæknar vour t.d. sendir út á bílaplan og látnir forgangsraða sjúklingum þar í bílum sínum,“ segir Þórarinn og bætir við:

„Spuringarnar sem þeir spurðu sjúklinga voru bara tvær: Hvað ertu gamall og ertu með undirliggjandi sjúkdóma? Ef svarið var eldri en 60 ára eða já við því að hafa undirliggjandi sjúkdóm var hlutverk þessara lækna að snúa þeim einstaklingum við og vísa þeim frá yfirfullum spítalanum. Þeir voru sendir aftur heim til að deyja eða vona það besta. Þetta var öllum gríðarlega þungbært ástand, mikið þungbærara en afleiðingar sóttvarna sem þó eru ekkert grín, ég geri ekki lítið úr því.“

„Þá getum við verið að tala um að það sé afi þinn, amma, faðir eða móðir eða jafnvel langveiki litli bróðir þinn eða frændi sem verður snúið við á bílaplani Landspítala í Fossvogi“

Þórarinn segist einfaldlega von að í þriðju bylgju faraldursins hérlendis, sem nú er í veldisvexti, komi til þeirrar hræðilegu stöðu að vísa þurfi sjúklingum frá sjúkrahúsum. „Ég vona að við endum ekki þarna, það vill enginn ekki heldur þeir sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir. En ef ekki er hlustað á sérfræðingana okkar og ef álit þeirra og leiðbeiningar eru sveigð til eða hundsuð er það í alvörunni möguleg útkoma. Og það getur gerst á nokkrum dögum vegna veldisvarxtar smitanna. Þá getum við verið að tala um að það sé afi þinn, amma, faðir eða móðir eða jafnvel langveiki litli bróðir þinn eða frændi sem verður snúið við á bílaplani Landspítala í Fossvogi,“ segir Þórarinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -