Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Þorbergur skilur ekki af hverju hann var handtekinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, skilur ekki af hverju hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. Þessu greindi hann frá í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.

Í fréttum í haust var greint frá því að maður á sjötugsaldri hefði verið handtekinn fyrir óspektir í flugvél Wizz Air. Vélin var á leið frá Ungverjalandi til Íslands en henni var lent í Noregi. Þá var sagt að maðurinn hafi reynt að brjóta sér leið inn í flug­stjórn­ar­klefa vélarinnar. Maðurinn reyndist vera Þorbergur.

Þorbergur segist saklaus af þessum ásökunum. Í Bítinu greindi hann frá því að hann hafi ekki verið í annarlegu ástandi líkt og margir fréttamiðlar sögu frá og hann ætlar að leita réttar síns. „Ég var alveg í góðu ástandi,“ sagði Þorbergur m.a. í morgun.

Hann segir málið byggt á misskilningi sem varð þegar hann ætlaði að kaupa sér mat um borð með evrum þegar aðeins var hægt að borga með greiðslukorti.

Þegar Þorbergur fann loks greiðslukort gekk hann upp að flugfreyjunni sem hafði áður ætlað að afgreiða hann. „Ég var örugglega frekar ör í snúningum,“ sagði hann meðal annars þegar hann rakti söguna. Hann tók fram að aldrei hafi komið til handalögmála og að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum.

Viðtalið má heyra í heild sinni á vef Vísis.

- Auglýsing -

Mynd / Eggert Jóhannesson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -