Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Þorbjörn tjáir sig loksins um Samherjastörf: „Þið skrifið ekki svona um aðra lögmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illa hefur gengið að fá Þorbjörn Þórðarson, lögmann, fyrrverandi fréttamann og nú ráðgjafa Samherja, til að tjá sig um störf sín fyrir útgerðarfélagið. Í samtali við Mannlíf segist hann ítrekað lítið geta sagt.

„Ég er bundinn trúnaði við Samherja,“ var svar Þorbjörns við flestum spurningum Mannlífs. Hann segir þó að sér sárni umfjöllun um störf hans og telur einungis fjallað um þau þar sem hann eigi feril að baki sem fjölmiðlamaður.

Í deseber í fyrra var fyrst greint frá því að Þorbjörn væri meðal þeirra sem veita Samherja ráðgjöf í kjölfar uppljóstrana um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Fyrir um mánuði kom svo fram að hann hafi verið einn þeirra sem kom að gerð alræmda Youtube-myndbanda Samherja.

Eitt af meginmarkmiðum þáttanna var að afhjúpa Helga Seljan fréttamann en nokkuð ljóst er að það hafi mistekist. Myndböndin sannfærðu líklega fáa sem ekki voru hliðhollir Samherja fyrir. Enn eitt klúðrið var svo  fyrir viku þegar Þorbjörn Þórðarson tók saman gögn um starfsmenn RÚV vegna kæru til siðanefndr og skildi eftir fingraför sín á skjáskotum sem hann hafði tekið af færslum starfsmanna RÚV. Á skjölum með ummælum starfsmanna RÚV um Samherja var mynd af lögmanninum.

Í samtali við Mannlíf sagðist Þorbjörn ekkert geta sagt um störf sín fyrir Samherja. „Ég er bundinn trúnaði við Samherja,“ sagði hann ítrekað. Hann gaf í skyn að hann væri einungis lögmaður að vinna hefðbundin störf fyrir kúnna.

Hann fullyrti að Mannlíf hafi brotið fjölmiðlalög og siðareglur með fréttaflutningi sínum, en gaf þó engin dæmi um það þegar hann var spurður. „Þið skrifið ekki svona um aðra lögmenn,“ sagði Þorbjörn og bætti við að umfjöllunin væri fyrst og fremst út af fyrri störfum hans sem fréttamanns á Stöð 2.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -