Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Alþingismaðurinn Har­ald­ur Bene­dikts­son, odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, varð í öðru sæti.

Áður hafði Haraldur látið hafa eftir sér að hann mundi ekki taka annað sætið, ef hann héldi ekki því fyrsta í prófkjörinu. Sagði hann í samtali við Bæj­ar­ins bestu, héraðsmiðil á Vest­fjörðum:

„Ég hef setið sem oddviti listans og gegnt stöðu fyrsta þingmanns kjördæmisins. Ég hef náð að stilla saman strengi allra þingmanna kjördæmisins til góðra verka. Ég er reiðubúinn að gera það áfram. Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

Alls voru greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu, þar af voru 2.232 gild at­kvæði. Þau skipt­ust þannig:

1. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, 1.347 at­kvæði í 1. sæti.
2. Har­ald­ur Bene­dikts­son, 1.061 at­kvæði í 1.-2. sæti.
3. Teit­ur Björn Ein­ars­son, 1.190 at­kvæði í 1.-3. sæti.
4. Sig­ríður Elín Sig­urðardótt­ir, 879 at­kvæði í 1.-4. sæti.

Þór­dís hlaut 60% at­kvæða í 1. sæti en Har­ald­ur 35% en þau sóttust bæði eft­ir 1. sæt­inu. Þór­dís fékk 85% af heildaratkvæðum, Teit­ur Björn, sem hafnaði í 3. sæti, fékk 62% og Har­ald­ur fékk 61%.

- Auglýsing -

Á þingi sitja tveir Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -