Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir um um afléttingaáætlun stjórnvalda varðandi Covid 19:
„Ef maður horfir bara til þess hver staðan er, hvað gögnin segja okkur, hvað ábyrgir aðilar eru að segja bæði hérlendis og erlendis, þá er ég nú bara bjartsýn á að við getum tekið enn stærri skref og vonandi farið hraðar en lagt var upp með.“
Þórdís Kolbrún segist fagna því sem þó er gert, og hafi verið gert, en að hún sé þó á þeirri skoðun að tilefni sé til þess að taka stærri skref varðandi afléttingaáætlun stjórnvalda:
„Svo bara vona ég að það verði tilefni til þess að taka einhverjar ákvarðanir hraðar,“ segir hún.