Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þórdísi Kolbrúnu kennt um risagjaldþrot – Skagamenn ævareiðir vegna 3X

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Risagjaldþrot Skagans 3X á Akranesi er að hluta rakið til þess að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað óvænt að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Skaginn, sem framleiddi hátæknibúnað til matvælaframleiðslu, átti mikla hagsmuni í Rússlandi og var þar víða með viðskiptatengsl við matvælaframleiðendur.

Þegar lokun sendiráðsins var tilkynnt þann 9. júní í fyrra. Ákvörðunin kom langflestum í opna skjöldu. Talið er að ráðherrann hafi ekki rætt málið við aðra en Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Hermt er að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi verið upplýst um málið seint að kveldi 8. júní og þá hafi ákvörðunin þegar verið tekin. Ísland er eina landið á meðal vestrænna þjóða sem greip til svo róttækra aðgerða. Aðrar þjóðir létu viðskiptabann nægja og nokkrar þjóðir hafa leynt og ljóst farið á bak við bannið.

Yfirvarp ráðherrans var það að það færi gegn for­gangs­röðun í ut­an­rík­isþjón­ustu Íslands að starf­rækja sendiskrif­stofu í Moskvu við nú­ver­andi aðstæður. „Ákvörðun um að leggja niður starf­semi sendi­ráðsins fel­ur ekki í sér slit á stjórn­mála­sam­bandi ríkj­anna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starf­semi sendi­ráðs Íslands í Moskvu á ný,“ seg­ir í til­kynn­ing­u utanríkisráðuneytisins á þessum tíma og fyrirsvar Íslands gagnvart Rússlandi færðist til utanríkisráðuneytisins.  Í kjöl­far fregn­anna í júní til­kynntu Rúss­ar að ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda myndi hafa af­leiðing­ar. Þetta kom strax í ljós þegar samskipti stjórnenda Skagans urðu að engu. Heimildarmaður Mannlífs orðaði þetta þannig að viðskiptatengslin hefðu gufað upp á einni nóttu. „Þá slitnuðu þræðirnur og hún sló þetta kalt með lokun sendiráðsins,“ segir hann og telur mikla heift vera hjá Rússum í garð Íslendinga.

Útlaginn Gunnar Bragi

Rússaviðskipti hafa áður haft áhrif í stjórnmálunum. Þau urðu Gunnari Braga Sveinssyni að falli sínum tíma. Gunnar Bragi er Skagfirðingur og naut náðar Þórólfs Halldórssonar kaupfélagsstjóra í Skagafirði. Þegar hann var utanríkisráðherra ákvað hann að setja viðskiptabann á Rússa vegna stríðsins á Krímskaga og framgöngu Rússa. Þetta kom afar illa við Kaupfélag Skagfirðinga sem átti mikla hagsmuni í útflutningi. Gunnar Bragi komst í ónáð og pólitískur ferill hans komst á endastöð. Hann gekk til liðs við Miðflokkinn og féll svo út af þingi við hrun flokksins.

Mikil reiði er í garð Þórdísar Kolbrúnar á Akranesi vegna slaufunar á Rússum. Þótt lokun Rússaviðskiptanna hafi aðeins verið hluti af vanda Skagans eru margir sem líta þannig á að aðgerðin hafi verið stór ástæða þess að 120 manns misstu vinnuna á Akranesi. Þetta er talið verða henni dýrkeypt. Fyrir seinustu kosningar var ætlunin sú að Þórdís færði sig í Kragann og stefndi á öruggt sæti á eftir formanninum. Þá hefði hún þurft að taka slaginn við Jón Gunnarsson en mætti öflugri mótspyrnu.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Plottið var að Jón yrði forstjóri Neyðarlínunnar og brautin því greið fyrir Þórdísi. Jón vildi ekkert með það starf hafa og gerði fólki grein fyrir að hvorugt þeirra myndi lifa af prófkjörsslag. Þórdís Kolbrún hrökk til baka og atti kappi við Harald Benediktsson um efsta sætið í Norðvesturkjördæmi og sigraði. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi en ekki hefur gróið um heilt eftir leiðtogaslaginn. Nú er umræðan sú að Þórdís muni færa sig í Kragann og verða arftaki Bjarna í því kjördæmi.

- Auglýsing -

Ekki er víst að hrókering muni duga til að leysa vanda utanríkisráðherram. Vandinn er sá að það eru mun fleiri fyrirtæki sem blæðir vegna lokunar Rússlands. Flestir forsvarsmanna þeirra tala um frumhlaup Þórdísar Kolbrúnar sem hafi skákað litla Íslandi fram fyrir aðrar þjóðir og stórskaðað hagsmuni þjóðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -