„Konur eru flugklárar, miklu klárari en einfeldningarnir við sem getum mest átt þrjú áhugamál, þær taka eftir öllu og kryfja það. En þær eru líka lævísar, miskunnarlausar, undirförlar tíkur sem svífast einskis til að ná því fram sem þær vilja og helst með því að láta sjálfar sig líta út sem fórnarlömb atburðarásarinnar á meðan,“ skrifaði Þórður Snær.
Honum var greinilega brugðið eftir að skrif hans undir merki Þýska stálsins voru dregin fram og varði sig með því að skrifin væru sett fram í hálfkæringi af sér sem ungum manni.
Stefán dró fram annað dæmi um skrif Þórðar þar sem hann segir konur nota kynlíf til að stjórna körlum.
„ …. meirihluti kvenkyns viðurkennir ekki að þær séu jafn graðar og við og nota kynlíf til að stjórna körlum. Límið sem heldur heiminum saman er unaðsveitingin og aðal hjálparmeðal hennar er klámið,“ skrifaði Þórður á síðuna
Stefán spurði Þórð þá út í skrif hans um Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, sem voru undir sama dulnefni. Þar var Rannveig Rist sögð „„daðra við að vera þroskahefta“.
Rannveig kærði skrif Þýska stálsins til siðanefndar Blaðmannafélags Íslans og taldi Þórð vera að baki skrifunum. Siðanefndin vísaði málinu frá. Vefmiðillinn Vísir spurði Þórð Snæ út í aðild hans að þessum skrifum á þeim tíma. Þórður þrætti fyrir skrifin í nóvember árið 2007 og taldi einkennilegt að honum væru eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist“. Nú viðurkennir hann að hafa logið til um sakleysi sitt.
Þórður Snær viðurkennir nú að vera að baki hulduskrifunum og að hann beri ábyrgð á þeim. Hann ver sig þó með því að hafa skrifað þau í hálfkæringi og í ákveðinni menningu og segir að margir menn hafi lagt texta til bloggsíðunnar.
Viðtalið við Þórð Snæ má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: