Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Þórey var reiður unglingur: „Byrjaði að drekka hverja helgi 12 ára gömul“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum fjór­ar syst­ur og mamma og pabbi hafa verið sam­an í yfir 30 ár. Ég átti góða æsku, eng­in veik­indi eða óregla,“ seg­ir hún en bæt­ir við litla syst­ir henn­ar hafi átt við erfiðleika að stríða.

Þórey Aðal­steins­dótt­ir er 27 ára og ólst upp í Reykjavík. Hún hef­ur lifað lífi sem marg­ir geta ef­laust ekki ímyndað sér að sé raun­veru­leiki ís­lenskra ung­menna. Hún er nýj­asti viðmæl­andi hlaðvarps­ins Sterk sam­an.

Tinna Barkardóttir sem stýrir hlaðvarpinu. Mynd: Skjáskot

„Hún tók köst heima sem ég mátti ekki svara, ég átti bara að fara úr aðstæðum og láta fara lítið fyr­ir mér sem krakki.“

Byrjaði að drekka 12 ára

Þórey var reiður ung­ling­ur og leitaði í fé­lags­skap í næstu hverf­um í kring því þar voru krakk­ar sem drukku áfengi.

„Ég byrjaði að drekka hverja helgi tólf ára göm­ul. Ég varð mjög erfið og var hótað með Stuðlum, fóstri og öðru en var fljót að sjá að það voru inn­an­tóm­ar hót­an­ir.“

Aðeins 15 ára göm­ul keppti Þórey í fit­n­ess en á þeim tíma var það leyft. Þjálf­ar­inn henn­ar setti hana á stera svo hún myndi ná betri ár­angri en á þeim tíma fór hún að þróa með sér átrösk­un.

- Auglýsing -

„Ég var orðin rosa­lega grönn og eina sem mömmu datt í hug að spyrja var hvort ég væri að kasta upp, hún hafði ekki meiri þekk­ingu á þessu. Ég brást alltaf mjög hneyksluð við bara, ég tók allt út á for­eldr­um mín­um.“

Tím­inn leið, Þórey flosnaði upp úr námi og var kom­in í dag­lega neyslu þegar for­eldr­ar henn­ar settu henni úr­slita­kosti; fara út af heim­il­inu ef hún færi ekki í meðferð og tæki líf sitt í gegn.

„Ég keypti einn miða til Eng­lands og ætlaði al­deil­is að sýna pabba að ég gæti þetta,“ seg­ir Þórey.

- Auglýsing -

Allt sem var bannað var spennandi

Nokkr­um árum síðar, rétt um tví­tugt, var allt sem var bannað ennþá spenn­andi.

„Ég set mig í sam­band við strák sem var að losna úr fang­elsi í út­lönd­um, hann kem­ur eig­in­lega bara frá flug­vell­in­um og til mín, þetta fannst mér rosa­lega spenn­andi og eitt­hvað mjög heill­andi við hans per­sónu­leika. Hann kom edrú heim úr fang­els­inu og ég laug að hon­um að ég væri edrú, ég var hvort sem er að ljúga að öll­um,“ seg­ir hún um byrj­un sam­bands­ins sem átti þó fljótt eft­ir að breyt­ast í henn­ar verstu mar­tröð.

„Ég sagði hon­um eft­ir ein­hvern tíma að ég væri að nota, hann fékk mig til að hætta og á þess­um tíma­punkti varð ég edrú með hon­um en án alls jafn­ingj­astuðnings því hann var á móti AA, ég sé það í dag að það geng­ur ekki fyr­ir mig, við dutt­um í það sam­an eft­ir stutt­an og erfiðan edrú­tíma.“

Það tek­ur á Þóreyju að segja frá of­beld­inu sem hún þurfti að þola í sam­band­inu með þess­um manni.

„Ég var ekki bara fangi efn­anna held­ur líka fangi þessa sam­bands.“

Missti bestu vinkonu sína

Í dag hef­ur Þórey verið án allra vímu­efna í tæp fjög­ur ár og aldrei liðið bet­ur. Hún þurfti að læra að lifa án þess að flýja til­finn­ing­ar sín­ar og seg­ir frá því að hafa misst bestu vin­konu sína árið 2019 en aldrei hafi sú hugs­un komið upp að deyfa sig með vímu­efn­um.

Það sem reynst hef­ur erfiðast í sjálfs­vinnu Þóreyj­ar er kyn­ferðisof­beldið í sam­band­inu með mann­in­um og hversu brot­in hún var eft­ir það.

„Ég var orðin svo hrædd við hann og endaði í geðrofi, efn­in löngu búin að svíkja mig og lík­am­inn að gefa sig,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að hún hafi endað sína neyslu­sögu á því að hringja á lög­regl­una sem bjargaði henni í raun úr þess­um aðstæðum.

Vaknaði upp á geðdeild

Þórey seg­ir frá erfiðri viku á geðdeild og hvernig til­finn­ing það var að vakna til lífs­ins og átta sig á því hvert hún væri kom­in.

„Það sem bjargaði mér frá því að fara enn einu sinni til baka til of­beld­is­manns míns var að labba inn heima til að sækja dót og koma að hon­um með ann­arri konu uppi í rúmi. Ég var sem bet­ur fer með frænku mína með mér. Eft­ir þetta fór ég á Hlaðgerðarkot í meðferð og hef verið edrú síðan.“

Þórey hellti sér í sjálfs­vinnu, AA-sam­fé­lagið og þá aðallega kvenna­sam­fé­lagið.

„Þetta er vinna sem held­ur áfram og hef ég verið dug­leg að sækja mér alla þá aðstoð sem ég þarf og mun sú vinna halda áfram.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -