Mánudagur 16. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þórey vill gyðinginn gangandi burt: „Á að banna nafnið Adolf því það er fyrra nafn Hitlers?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórey nokkurri var mikið niðri fyrir vegna plöntu sem hefur nefnst hér á landi Gyðingurinn gangandi. Hún setti innlegg sem fólk tók ekki mjög vel í inn á Facebook hópinn Stofublómin inniblóm pottablóm. Hún vildi benda fólki á það að ekki væri sniðugt að nota nafn plöntunar lengur því það flokkaðist sem kynþáttahatur og á meðan það væri notað væri verið að halda slíku hatri lifandi. Sagðist hún vilja fræða fólk en minntist á það að fólk yrði aftur og aftur brjálað. Það má með sanni segja að það hafi allt farið í bál og brand eftir innlegg Þóreyjar, þurfti hún að loka fyrir umsagnir að loka fyrir ummæli undir færslunni. „Kaldhæðnislega umbreyttist umræðan hér í dónaskap og dólg, sem var einmitt það sem ég vildi forðast. Ég lokaði fyrir frekari ummæli en langar að þakka öllum sem tjáðu sig vingjarnlega og af kurteisi.

 

„Sæl öll. Ég verð bara að tjá mig því annars gefst ég upp á þessari grúppu og mér finnst hún almennt æðisleg, svo ég vil helst vera hér áfram. Nú hafa ítrekað verið gerðar athugasemdir um rasískan uppruna nafns á plöntu, vinsamlega og jafnvel með vísun í  fræðandi efni. Sumir sem gætu svo auðveldlega tekið því vel og valið að nota eitt af öðrum nöfnum plöntunnar verða aftur og aftur brjálaðir. Blótsyrði og skítkast. Ég ætla að leyfa mér að bæta einu í þessa síendurteknu umræðu, í vanmáttugri tilraun til fræðslu. Þegar við notum orð eða orðasambönd sem eiga rót í rasisma, erum við að viðhalda rasískum orðum og orðasamböndum í tungumálinu. (Einfalt, ekki satt?) Okkar eigin skoðanir og meiningar skipta engu máli í því samhengi. Þetta snýst ekki um okkur persónulega. Ég held ekkert að allir hér inni sem kalla vissa plöntu gyðing séu rasistar. Ég vona hins vegar að sem flestir kalli hana eitthvað annað þegar þeir fræðast um hvaðan nafngiftin kemur  Af því að, og ég endurtek, Þegar við notum orð eða orðasambönd sem eiga rót í rasisma, erum við að viðhalda rasískum orðum og orðasamböndum í tungumálinu“. Svona hljómaði innlegg Þóreyjar sem gerði svo allt vitlaust.

Viðbrögðin

Hafsteinn sagði frá því hvaða nafn hann notaði í staðin: „Ég nota „Flökkujóiyrir Tredescantia flumiensis og mun nota það áfram sem offísíellt nafn – og „skeiðblað“ sem aukanafn. Er einhver á móti því hér? Ef svo, góðfúslega látið vita og komið með eitthvað betra!“. Gyða svarar Hafsteini: „Nei það er óþarfi flökkujói er ágætt og gyðingurinn gangandi líka, mamma kenndi mér á blóm og notaði alltaf þetta nafn ég sé ekkert athugavert við það., þetta er enganveginn rasismi og rangt að bendla þessu blómanafni við rasisma!. Sveindís vandar Þórey ekki kveðjurnar: „Kveddu þá bara grúbbuna ef þú vilt, hún er engin skylda, ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki er það miður, en that’s life  Þarf að saurga PLÖNTU grúbbu með einhverju Political Correctness kjaftæði, þetta eru PLÖNTUR. Og gangandi gyðingur, eða gyðingurinn gangandi eru ekki ljót eða niðrandi orð. Ef þetta væri kallað „skítugi gyðingurinn“ eða „gyðingurinn útlægi“ væri þetta kannski þess virði að minnast á, kannski. Af hverju ekki að taka slaginn og eyða orkunni sinni fyrir eitthvað sem skiptir meira máli, eins og fólk, eða dýr ? nei ég bara spyr. En vel gert hjá þér að halda þessari fáránlegu umræðu áfram á lífi, ala á dramanu“.

Guðlaug tekur undir með Sveindísi: „Rétt Gyðingur er ekki af rasískum toga – Júði er allt annað málGísla er nóg boðið og svarar Sveindísi: „Það er búið að benda á það hér að þetta nafn er eldra en nasismi Hitlers og tengist því ekkert. Það er eiginlega verkefni Admin að eyða þessum þræði. Merkilegt hve oft fólki tekst að draga allskonar óþverra inn í annars fínar grúbbur.

- Auglýsing -

Ragnheiður segir: „Þvílík vonbrigði að sjá þessa umræðu hér. Skiptir það fólki meira máli að halda í nafn plöntu “afþviþannighefurþaðalltafverið” en að einfaldlega hugsa um þetta og sjá tenginguna sem augljóslega er neikvæð og niðrandi. Glatað að taka þessu eitthvað persónulega líka“. Vala segist þekkja einn gyðing: Ég þekki bara einn mann sem er gyðingur, ég spurði hann hvað honum fyndist um þessa umræðu og hvort þetta nafn á blóminu væri rasískt fyrir hann eða aðra gyðinga sem hann umgengst. Honum finnst þessi umræða vera algjörlega út í hött og hafi ekkert með rasisma að gera. Reyndar finnst þeim þetta blómamál gera lítið úr raunverulegum rasisma og setja hann niður á eitthvað plan sem er þeim ekki að skapi. Ég mun áfram kalla blómið gyðing (inn gangandi) Þið ráðið svo öll hvað þið gerið. Þuríður segist ætla að halda áfram að kalla plöntuna gyðinginn gangandi: Mér er sko nokk sama hvað fólki finnst, plantan er og verður undir þessu heiti hjá mér, Gyðingurinn Gangandi. Þetta er nefnilega planta ekki manneskja.

Steve sér ekki kynþáttahatrið: Hvað í ósköpunum er rasískt við að nefna Gyðinga? Eða Kínverja? Eða Íslendinga þess vegna? Þjóðir eru mismunandi en það hefur ekkert við rasisma að gera. Og þó að einhver saklaus planta heiti skrýtnu nafni frá fornu fari, ber ekki að túlka það sem rasisma. Hvað er eiginlega að bögga þig?“. Dýrleif liggur alls ekki á sínum skoðunum: „Eigum við ekki bara að kalla Adolf Inga eitthvað annað þar sem fyrra nafn hans er það sama og skírnarnafn Hitlers? Hvernig væri að fara að hugsa hlutina frá öðru sjónarhorni, t.d. mikilvægi þess að þurrka ekki út orð eða orðasambönd til þess að við áttum okkur á tengingu við söguna og eiga þannig áminningar um hvað sé rétt og hvað sé rangt? Hvar endum við ef við höldum áfram á þeirri leið að stunda sífelldar hreinsanir á tungumáli og sögu (t.d. með að taka niður styttur o.fl. sem minna á slæma tíma)? Er ekki betra að kenna varúðarorðin með í stað hreinsana?“.

 

- Auglýsing -

Fjöldin allur af ummælum er undir færslunni og hana má nálgast í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -