Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Þorgerður Katrín með flest spil á hendi: Brotthvarf Bjarna gæti opnað á stjórnarsamstarf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er með flest spil á hendi og getur ráðið því hvort mynduð verður stjórn til vinstri eða hægri. Eins og staðan er nú er líklegast að Viðreisn halli sér að Samfylkingu. Fjölmargt sameinar flokkana tvo og eftir því er tekið að Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín eiga góða samleið.  Þær tvær ættu góðan möguleika á því að fá Flokk fólksins með. Evrópumálin yrðu þá ofarlega á baugi auk þess að hagur hinna fátækustu í samfélaginu yrði settur í öndvegi til að Inga Sæland gæti sætt sig við samstarfið. Ríflegur meirihluti er þarna nauðsynlegur þar sem innanborðs í Flokki fólksins eru nokkrir þingmenn sem verða að teljast ólíkindatól sem erfitt getur verið að hemja. Á móti kemur að hörkutólið Inga Sæland á að baki þá sögu að reka þingmenn sína hiklaust úr flokki eða framboði ef þeir ekki ganga í takti. Klausturdónarnir eru gott dæmi um slíkt. Meirihluti upp á 36 þingmenn ætti þó að duga til að tryggja friðsamlegt samstarf.

Viðreisn á afar takmarkaðan möguleika á samstarfi við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar. Þar standa Evrópumálin í vegi auk þess að fortíð Þorgerðar og Bjarna og heiftarleg átök þeirra eru fyrirstaða. Samstarf flokkanna tveggja að óbreyttu gæti þýtt gjöreyðingu Viðreisnar í næstu kosningum. Þar nægir að benda á örlög Vinstri-grænna og Bjartrar framtíðar þar á undan. Hvorugur flokkurinn lifði af samstarfið við Bjarna og flokk hans. Samstarfi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins var líkt við að tjaldað hefði verið við hliðina á kjarnorkuveri. Stór hluti kjósenda Viðreisnar var að kjósa gegn Sjálfstæðisflokknum og þeirri spillingu sem þar er viðloðandi. Að óbreyttu er því nánast ómögulegt fyrir Þorgerði Katrínu að feta þá sömu slóð og kostaði VG lífið. Hún mun þurfa að mæta freistingum á borð við þá að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði henni forsætisráðherrastólinn í ríkisstjórn á hægri vængnum. Vandinn er þó svipaður og vinstra megin. Miðflokkurinn er, rétt eins og Flokkur fólksins, illa stjórntækur vegna himinhárra loforða og þingmanna sem gjarnan eru utan brautar og láta illa að stjórn.  .

Sá möguleiki er fyrir hendi að Bjarni Benediktsson axlí sína ábyrgð af verstu útkomu í sögu flokksins, segi af sér formennsku og hverfi af þingi. Þar með yrði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir formaður og möguleikar á samstarfi flokksins og Viðreisnar og Miðflokksins með 35 þingmenn gætu opnast. En þessi möguleiki er fjarlægur og að minnsta kosti ekki inni í myndinni strax.

Stjórnarmyndunarviðræður munu hefjast í framhaldi þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ræðir æi dag við formenn þeirra flokka sem lifðu af einhvarjar örlagaríkustu kosningar í sögu lýðveldisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -