Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þorgerður um brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar: „Þetta eru alvarleg hættumerki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísaldóttur og þriggja annarra yfirmanna hjá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu vera enn eina viðvörunarbjölluna um að vegið sé að almennum mannréttindum, fjölmiðlafrelsi og lýðræði víða um heim.

„Þetta eru alvarleg hættumerki og kallar á að rödd Íslands og Norðurlandanna verður að vera háværari, markvissari og samstilltari á alþjóðavettvangi. Hvort sem er innan Evrópusamvinnunnar, Nató eða Sameinuðu þjóðanna,“ skrifar Þorgerður Katrín, í færslu sem hún birti á Facebook fyrir skemmstu.

Þar vísar Þorgerður Katrín í fréttir þess efnis að Ingibjörg Sólrún hafi látið af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Ingibjörg Sólrún hefur sinnt starfinu í þrjú ár. „Nú á að grafa undan þeim alþjóðastofnunum sem segja frá þegar lýðræðið er afbakað. Barnið sem bendir á að keisarinn er ekki í neinum fötum skal strokað út úr sögunni,“ skrifar hún.

„Barnið sem bendir á að keisarinn er ekki í neinum fötum skal strokað út úr sögunni.“

Bendir Þorgerður Katrín á að af hálfu þeirra þjóða sem harðast ganga fram sé ekki lengur verið að fara í felur með það. Í þessari tilteknu aðför séu það Tyrkland, Aserbaídsjan og Tadsekistan, líklega undir velvilja og vernd Rússa. Næst verði það aðrar þjóðir enda mörg merki uppi um að þessi kerfisbundna atlaga að mannréttindum og frelsi sé rétt að byrja. Nægi að nefna Lög og rétt í Póllandi, Orban i Ungverjalandi og Bolsonaro í Brasilíu. Og sumar stórþjóðir láta sér vel við líka eða setja kíkinn fyrir blinda augað.

„Valdboðsstjórnmál eru því víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði er sýnilega að aukast,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er rétt hjá utanríkisráðherra að þessar tilfæringar hjá ÖSE eru aðför að stofnuninni sem ætlað er að hafa eftirlit með grundvallarmannréttindum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -