Laugardagur 5. október, 2024
8.8 C
Reykjavik

Þórhallur tekinn alblóðugur undir stýri – Morð, stórfelldar svikamyllur og fíkniefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið 1991 varð maður að nafni Þórhallur Ölver Gunnlaugsson þjóðþekktur fyrir metnaðarfullar hugmyndir um stórfelldan útflutning á íslensku vatni. Vatnið átti að selja til sólríkra og vatnsþyrstra staða á borð við Saudi-Arabíu, Kaliforníu, Flórída og Ástralíu. Síðar meir bættust Kúveit og Kanada í hópinn. Almenningur og ráðamenn voru spenntir og klöppuðu unga athafnamanninum lof í lófa fyrir framtakið.

Fyrirtæki Þórhalls hét Vatnsberinn. Nafn sem átti að festast við Þórhall um ókomin ár.

Stórveldi í smíðum

Þórhallur fór mikinn í stofnun Vatnsberans og lýsti yfir gríðarlegum áhuga erlendra aðila á vatnssölunni. Kostnaðurinn við að koma á ævintýrinu á koppinn var rétt ríflega milljarður króna á þáverandi gengi en Þórhallur kvað það ekki vandamál því kaupandinn, bandaríska fyrirtækið Undited Gulf Trading, hyggðist fjármagna það á fullu gegn endurgreiðslu í formi vatns. United Gulf myndi í krafti sterkrar stöðu á markaði sjá um um dreifingu, sölu og markaðssetningu á vatninu.

Eina vandamálið var að komast í nógar vatnsbirðir til að sinna allri eftirspurninni. Það leystist á haustmánuðum sama ár þegar Þórhallur gerði samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að vatni úr Kapelluhrauni þar sem hefja átti boranir og veita því síðan í lokuðum pípum til verksmiðjunnar en Vatnsberinn kom sér fyrir í 4500 fermetra húsnæði við Hjallahraun. Þórhallur sagði fjölmiðlum á sínum tíma að hann stæði einnig í samningum við skipafélög um flutning á 420 fjörutíu fermetra gámum af vatni á mánuði og yrði kapp lagt á að halda störfum innanlands.

Það virtist augljóst að stórveldi var í smíðum.

- Auglýsing -

Svindlað frá Litla-Hrauni

Smám saman fór þó að bera skugga á nýjasta undrabarn Íslands í viðskiptalífinu. Í janúar 1992 kom í ljós maðurinn að baki United Gulf veldisins, Donald Rocco að nafni, var dæmdur tryggingasvindlari, grunaður um umsvifamikla eiturlyfjasölu. Þá reyndust þeir 28 hluthafar, sem Þórhallur hafði sagt vera að baki fyrirtækinu, vera aðeins hann og kona hans. Þórhallur toppaði síðan svikamylluna með því að hafa af ríkissjóði 38 milljónir árunum 1992-94 með því að framvísa verktakaskýrslum fyrirtækis sem reyndist vera í hans eigin eigu. Fyrirtækið átti að hafa staðið í mikilli og dýrri verktakavinnu fyrir Vatnsberann á þessu tímabili þegar raunin var að engin var starfsemin. Sum virðiskaukaskattssvikin framdi Þórólfur innan veggja Litla Hrauns þar sem hann sat af sér dóm vegna fjárdráttar og skjalafals. Aldrei fannst vottur af þessum peningum.

Síðar fannst mörgum lyginni líkast hvað Þórhallur komst upp með í ljósi þess að sakaferill hans náði allt aftur til 1976 og hafði hann hlotið átta dóma fyrir skjalafals, fjársvik, fjárdrátt og brot á fíkniefnalöggjöf.

- Auglýsing -

Og sakaferill Þórólfs var langt því frá búinn. Hann átti eftir að fremja sinn stærsta glæp.

Þyngsti dómur Íslandssögunnar

Í maí 1995 var Þórólfur dæmdur í þriggja ára fangelsi og 20 milljóna króna sekt fyrir virðisaukabrotið og var það þyngsti dómur sem fallið hafði í fjársvikamáli á Íslandi. Þegar hann átti að hefja afplánun í janúar 1996 var hann horfinn. Í kjölfarið lýsti Interpol eftir honum og fannst hann fljótlega í Kaupmannahöfn. Honum var stungið upp í vél og framseldur til Íslands.

Þórhalli var sleppt af Litla-Hrauni haustið 1998.

Í júlí 1999 var Agnar Wilhelm Agnarsson stunginn til bana á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík. Þórhallur var handtekinn hina sömu nótt við ölvunarakstur í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vart mælandi sökum ölvunar auk þess að vera alblóðugur og gaf hann þá skýringu að hann hefði lent í slagsmálum. Á þeim tímapunti vissi lögregla ekki af morðinu á Agnari. Þórhalli var sleppt úr haldi þegar hann hafði sofið úr sér.

Tengslin finnast

Við rannsókn lögreglu kom síðar í ljós að Agnar hafði verið bókari hjá Vatnsberanum og viðurkennt þátt sinn í svikum Þórhalls á hendur félagsmálaráðuneyti þegar Þórhallur krafði Ábyrgðarsjóð launa um orlofssgreiðlur sem fyrrverandi starfsmaður Vatnsberans. Hafði Agnar skrifað upp á falska yfirlýsingu þess efnis. Agnar hlaut skilorðsbundinn dóm.

Agnar ku hafa verið sérlundaður en listfengur, flutti fyrstur manna inn gingseng bætiefni og var meðlimur í Ásatrúarsöfnðuin. Hann bjó einn í íbúð sinni og var talinn einfari. Vinur hans sagði síðar að við fráfall móður sinnar nokkrum mánuðum fyrr hefði hann orðið einn í heiminum. Agnar hlotnaðist töluverður arfur frá Þýskaldandi við fráfall þýskrar móður sinnar og talaði hann frjálslega um nýfenginn auð sinn. Töldu margir að um ránmorð hafi verið að ræða en ekki er vitað hvort Agnar geymdi fjármunina í íbúð sinni. Vinir hans fullyrtu aftur á móti að hann hefði verið með tvær milljónir í reiðufé í íbúðinn auks mikils magn skartgripa.

Og strauk til Kaupmannahafnar, aftur

Þegar lögreglan beindi grun sínum að Þórhalli greip hann til gamals ráðs og flúði land. Hann var enn á ný handtekinn í Kaupmannahöfn og sendur til Íslands fjórum dögum síðar til að svara fyrir morðið á Agnari. Taldist fullsannað að Þórhallur hefði verið í íbúðinn og banað Agnari, meða annars með hjálp DNA gagna. Hlaut Þórhallur 16 ára dóm. Hann játaði ekki ekki morðið. Aldrei kom í ljós hvort um ránmorð hefði verið að ræða.

Hann hélt þó áfram að rata í fréttirnar. Árið 2002 krafðist hann þjáningabóta vegna árásar sem hafði orðið fyrir af hendi samfanga og votu honum veittar þær. Árið 2004 fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir skjalafals þegar hann reyndi að svíkja fé út úr dánarbúi Agnars og árið 2009 fékk hann sektargreiðslur þegar amfetamín fannst í klefa hans á Litla-Hrauni. Árið 2011 strauk hann þegar hann var að leita læknishjálpar á Landsspítala. Hlutu fangelsisyfirvöld á sig nokkra gagnrýni fyrir slælega gæslu á manni sem taldist afar hætturlegur. Hann fannst fljótlega á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti eftir að lögregla lýsti eftir honum. Hann hlaut reynslulausn ári síðar. Gekk hann þá undir nafninu Þór Óliver Gunnlaugsson.

Ætlaði á mannaveiðar

Þórhallur/Þór var enn og aftur dæmdur árið 2014 og þá fyrir fíknefnabrot og hótanir gegn lögreglu. Hafði lögregla verið kölluð að stöð Olís við Álfheima þar sem Þórhallur var í mjög annarlegu ástandi. Var hann settur í handjárn til að tryggja öryggi hans og annarra og hóf þá fúkyrðaflaum og kvaðst ætla á mannaveiðar. Sagðist hann myndu ná í skotvopn, fara heim til lögreglumannana og skjóta þá. Hann endurtók hótanir sínar ítrekað.

Árið 2020 sagði Gerður Kristný rithöfundur að Þórhallur hefði játað morðið fyrir henni sumarið 1999. Hún var þá ritstjóri Mannlífs og hringdi Þórhallur í hana og bað um spjall. „Svo skrifaði hann mig á gestal­ist­ann. Ég fór inn á Litla Hraun, þetta var að sumri til árið 1999, ef ég man rétt. Og ég hitti hann bara sem venju­leg­an viðmæl­anda. Smyglaði inn dikta­fón­in­um og tók við hann viðtal. Hann sagði mér hvernig þetta hefði borið við. Hann myrti vin sinn eft­ir ansi mikið fylle­rí og dóp­neyslu. Síðan kom viðtalið út um það bil tveim­ur vik­um síðar og lög­regl­an fékk að lesa játn­ing­una í blaðinu,“ sagði Gerður Kristný í viðtalið við mbl.

Hún seg­ir að í heim­sókn­um sín­um á Litla Hraun eft­ir þetta at­vik hafi hún alltaf verið í fylgd með fanga­verði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -