Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þórhildur stefnir á ferðalög á næstunni: „Fagna deginum með því að vera með snert af Covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er engin önnur en Þórhildur Þorleifsdóttir, leikkona, leikstjóri og fyrrum alþingiskona en hún er 77 ára í dag.

Þórhildur stundaði nám við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Þórhildur starfaði sem kennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins, SÁL-skólann, Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og Leiklistarskóla Íslands um árabil. Hún var fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar frá 1973-75 en svo hefur hún leikstýrt í öllum atvinnuleikhúsum landsins, sem og í Íslensku óperunni og í sjónvarpinu. Þá leikstýrði hún einni vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar, Stellu í orlofi árið 1986. Ári síðar var hún kosin á þing fyrir Kvennalistann og sat hún á Alþingi til ársins 1991.

Þórhildur hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006 og hlaut heiðursverðlaun Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2019.

Mannlíf bjallaði í Þórhildi og spurði hana hvort og þá hvernig hún ætlaði að halda upp á daginn. „Ég ætla að fagna deginum með því að vera með snert af Covid,“ sagði hún og hló. „En ég er ekkert fárveik neitt, þetta er bara eins og svona þokkaleg flensa.“

Aðspurð hvort hún hyggðist halda upp á daginn að veikindunum liðnum sagðist hún efast um það: „Ég er nú ekki vön að fagna afmælisdögum.“

En hvað er framundan hjá Þórhildi?

- Auglýsing -

„Ég er að leggjast í þó nokkur ferðalög, missi reyndar af einu vegna Covid.“

Mannlíf sendi Þórhildi innilegar afmæliskveðjur!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -