Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Þórir Gröndal vill leggja niður ættarnöfn: „Mér ferst kannski ekki að vera að gagnrýna“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morgunblaðið birti í dag aðsenda greina eftir Þóri S. Gröndal, fyrrverandi fisksala og ræðismanns í Ameríku, með fyrirsögninni Blake Sasisson. Gagnrýnir hann ný íslensk mannanöfn og stingur upp á að ættarnöfn verði lögð niður á Íslandi.

Þórir hefur grein sína á að útskýra fyrirsögnina. „Margir lesendur velta eflaust vöngum
og botna ekkert í fyrirsögn þessa greinarstúfs. Hún er nýtt löglegt íslenskt mannsnafn.“ Næst segir hann að nýlega hafi Mannanafnanefnd samþykkt 23 ný íslensk nöfn, tvö þeirra séu í titlinum. „Þegar sveinbarn, sem nú væri skírt einu af nýju nöfnunum, Sasi, fullorðnast
og fær sér konu og þau eignast dreng, sem þau skíra Blake, sem er eitt þeirra nýju, verður til mannsnafnið í fyrirsögninni.“

Þá telur Þórir upp nokkur af nýju íslensku kvennanöfnunum. „Nýju kvennöfnin, 11 að tölu, eru mörg furðuleg og illskiljanleg fyrir gamlingja eins og mig. Meðal þeirra eru heitin Manley, Gjóska, Jasmin, Lilith, Vopna og Degen.“ Aukinheldur nefnir Þórir það sem hann kallar rúsinuna í pylsuendandum, 4 ný kynlaus nöfn, þau Villiljós, Sverð, Alpha og
Snæ. „Ég er ekki nógu vel að mér í þessum kynmálum og því vaknar spurning: Geta foreldrar strax séð á nýfæddu barni hvort það er kynhlutlaust? Ég hefi alltaf haldið að
það kæmi í ljós seinna.“

Þórir S. Gröndal

Þóri fannst allt einfaldara áður fyrr þar sem langflest ungabörn hlutu nöfn sem höfðu verið notuð í árhundruð á Íslandi. Þó segist hann kannski ekki eiga að vera að gagnrýna nýjar nafngiftir. „Mér ferst kannski ekki að vera að gagnrýna nýjar nafngiftir. Þótt þessi mál hafi verið hefðbundnari í gamla daga bar við að foreldrar skelltu á börn sín ýmsum óvenjulegum nöfnum.“ Segir Þórir að sum börnin hafi þjáðst fyrir nafngift sína og nefnir sem dæmi frænda sinn sem hlaut nafnið Karl Marx en faðirinn var mikill aðdáandi rússnesku byltingarinnar. Þá fékk móðir Þóris nafnið Mikkelína María og var Þóri strítt mikið í skóla vegna nafngiftar móður sinnar. „Krakkar geta verið grimmir og ég tók þetta nærri mér, en sagði mömmu aldrei af því.“

Því næst víkur Þórir að þeirri staðreynd að Ísland hafi ákveðna sérstöðu í heiminum þegar kemur að nafngiftum. „Ísland, sem hefir sérstöðu á svo mörgum sviðum, er eitt fárra landa í heiminum þar sem börn taka nafn foreldris, langoftast föður, sem eftirnafn og bæta við
dóttir eða sonur. Í flestum vestrænum löndum gilda ættarnöfn og allir í einni fjölskyldu, ættlið eftir ættlið, bera sama eftirnafnið.“ En nú segir hann að þessi regla okkar eigi í vök að verjast. Segir hann að fyrir löngu hafi verið tekin upp nokkur ættarnöfn á Íslandi, oft að dönskum sið. „Af og til hafa yfirvöldin reynt að sporna við nýjum ættarnöfnum (innskot blaðamanns, meðal annars með stofnun Mannanafnanefndar) en árangurinn hefir ekki verið mikill.“

Í næstu orðum Þóris má skynja hæðni, „Það er skiljanlegt að sumir vilji halda í ættarnöfnin, sér í lagi ef einhver ættinginn hefir getið sér gott orð og kannski landsfrægð. Þá er flott að allir viti að hann eða hún sé frændi eða frænka. Svo má ekki gleyma snobbinu, sem svo oft kúrir rétt undir yfirborðinu.“

- Auglýsing -

Að lokum segist Þórir vera farinn að trúa því, eftir því sem hann eldist, að best væri fyrir Ísland ef hægt væri að leggja niður ættarnöfnin í eitt skipti fyrir öll. „Þá myndi ég heita Þórir Sigurðsson Guðmundsson og Mikkelínu Maríuson. Pabbi hét Sigurður Guðmundur og svo myndi ég líka kenna mig við mömmu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -