Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2 var rekinn í morgun. Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður var ráðin í hans stað. Brottreksturinn kom Þóri imjög á óvart, að því er fram kom í fréttum RÚV.
Það var Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Stöðvar 2 og Vodafone, sem tilkynnti Þóri að starfa hans væri ekki lengur óskað. Þórhallur sagði við RÚV að hann hefði ákveðið þetta fyrir nokkrum vikum.
Fréttastofa Stöðvar 2 hefur um nokkra hríð verið lokuð öðrum en áskrifendum Stöðvar 2 og er vart svipur hjá sjón. Brottrekstur Þóris er til dæmis um þá taugaveiklun sem ríkir innan fyrirtækisins. Fréttastjórinn fráfarandi nýtur mikillar virðingar og hann hefur yfir sér blæ trúverðugleika. Þórhallur heldur því fram að áskrifendum hafi fjölgað eftir að fréttastofunni var lokað og að góður gangur sé í rekstrinum og hann sé „gríðarlega sáttur“ við störf Þóris en nú þurfi að líta til framtíðar og hann þess vegna rekinn.