Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn dáðasti Íslendingurinn nú um stundir. Hann lenti ofarlega í kjöri Mannlífs um Hetju ársins og var kosinn Manneskja ársins á Ras 2. Líf Þórólfs er þó ekki aðeins dans á rósum. Hann er umdeildur og jafnvel hataður í hópi þeirra sem eru andvígir bólusetningum. Þórólfur, sem er annálað góðmenni, upplýsti í þættinum Okkar í milli með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur að honum hefði verið hótað nokkrum sinnum og hann hefði tilkynnt þau atvik til lögreglu. Þetta er óneitanlega dökk hlið á íslensku samfélagi …