Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þórólfur ætlar að halda sig innanlands -„Mér finnst ég ekki eiga neitt erindi til útlanda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef nú gef­ið það út að ég sjái enga á­stæð­u til þess að vera að fara til út­land­a. Ég held að það að fara til út­land­a, sér­stak­leg­a ef fólk er ób­ól­u­sett, sé ekki snið­ugt. Með börn til dæm­is, ób­ól­u­sett­ir geta smit­ast og við höf­um séð það að fólk er að koma jafn­vel ból­u­sett með veir­un­a og veikj­ast, enn þá. Mér finnst ég ekki eiga neitt er­ind­i til út­land­a. Ís­land hef­ur svo margt upp á að bjóð­a þann­ig að það er eng­um vork­­unn að vera hér. Það er lúx­us hér mið­að við á mörg­um öðr­um stöð­um. Ég veit ekki hvað mað­ur hef­ur að sækj­a á mörg­um stöð­um þar sem er meir­a og minn­a lok­að – ekki nema kannsk­i til að rétt kom­ast í sól en það er nú sól fyr­ir aust­an,“ seg­ir Þór­ólf­ur í viðtali við Fréttablaðið í dag.

„Ég hef nú fram að þess­u ver­ið í lík­ams­rækt og öðru slík­u þó að það sjá­ist kannsk­i ekki á mér.“

Hann segist hafa sett allt á hakann síðan kórónuveiran fór að gera vart við sig, allur hans tími síðan hafi farið í baráttuna við hana.

„Ég hef nú fram að þess­u ver­ið í lík­ams­rækt og öðru slík­u þó að það sjá­ist kannsk­i ekki á mér. Einn­ig hef ég ver­ið að gutl­a í mús­ík en þett­a hef­ur þó ræk­i­leg­a dott­ið nið­ur í Co­vid. Ég hef sár­a­lít­ið get­að sinnt þess­u, sem er ekki gott. Það hef­ur nán­ast all­ur tími far­ið í Co­vid, all­ir dag­ar. Það er kannsk­i fyrst núna sem mað­ur er að­eins far­inn að líta upp úr þess­u. Fram að þess­u hafa all­ir dag­ar far­ið í þett­a, virk­ir og helg­ir dag­ar. Það er bara þann­ig. Ég hef lít­ið get­að hugs­að um ann­að,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

Segir hann fjölskyldu sína hafa staðið þétt við bakið á sér, en Þórólfur er giftur Söru Hafsteinsdóttur fyrrverandi yfirsjúkraþjálfara á Landspítalanum og saman eiga þau tvo syni. Segir hann baráttuna við veiruna hafa verið í algjörum forgangi.

„Þett­a kem­ur nið­ur á fjöl­skyld­u­líf­i. Það er bara það sama og al­menn­ing­ur hef­ur þurft að gera líka, það hafa ver­ið tak­mark­an­ir, fólk hef­ur ekki náð að hitt­ast og því­um­líkt. Þett­a á við fleir­i en það er auð­vit­að hár­rétt að það er frum­skil­yrð­i til að mað­ur hald­i þett­a út að mað­ur hafi góð­an bak­hjarl heim­a fyr­ir,“ seg­ir Þór­ólf­ur.

- Auglýsing -

Erfitt að segja til um framhaldið

Nú gengur vel að bólusetja þjóðina og fá smit verið að greinast í samfélaginu og hefur álagið minnkað samhliða því á Þórólfi og starfsfólki embættisins. Erfitt er þó að segja til um hvert framhaldið verður.

„Ég hef á til­finn­ing­unn­i að við séum í smá bið­stöð­u, smá logn­i – hvort það er svik­a­logn veit ég ekki. Ég vona bara að logn­ið muni end­ast okk­ur, það er að segj­a að þett­a ó­næm­i sem við höf­um náð upp með ból­u­setn­ing­un­um verð­i við­var­and­i,“ seg­ir Þórólfur.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að engar samkomutakmarkanir séu lengur í gildi segir Þórólfur mikilvægt að fylgjast með landamærunum. Til að ná algjörum tökum á faraldrinum innanlands sé nauðsynlegt að ná tökum á landamærunum því þaðan komi smitin.

„Við vit­um að það er fólk sem er að koma frá út­lönd­um, er full­ból­u­sett en er að bera með sér smit. Þett­a eru fáir ein­staklingar en þeir geta smit­að sitt nær­um­hverf­i. Það verð­ur fróð­legt að sjá hvort þess­i út­breidd­a ból­u­setn­ing núna muni koma í veg fyr­ir að við fáum stór­ar hóp­sýk­ing­ar,“ seg­ir hann.

Aldrei séð eftir námsvalinu

Þórólfur sem byrjaði í barnalækningum, segir að fljótlega hafi smitsjúkdómar farið að vekja áhuga hans. Hann segir enga aðgerð í læknisfræði hafa bjargað jafn mörgum og bólusetningar hafa gert. „Það er kannsk­i hreint vatn sem jafn­ast á við ár­ang­ur ból­u­setn­ing­a. Mér fannst þett­a gríð­ar­leg­a á­hug­a­vert og hélt á­fram þeirr­i vinn­u þeg­ar ég kom heim, að vinn­a með ból­u­setning­ar hér og ný ból­u­efn­i. Mér fannst það mjög á­hug­a­vert og hef aldr­ei séð eft­ir því,“ seg­ir hann.

Þórólfur segist hafa beðið eftir faraldri sem þessum sem nú hefur geisað lengi. „Mað­ur viss­i að það kæmi upp stór far­ald­ur, ann­að­hvort mynd­i hann koma þeg­ar mað­ur var sjálf­ur að vinn­a eða þá ein­hvern tíma seinn­a. Þett­a á eft­ir að koma aft­ur. Það er bara tím­a­spurs­mál.“

Hógvær

Sam­starf sótt­varn­a­yf­ir­vald­a og stjórn­vald­a segir Þórólfur hafa gengið mjög vel og þykir honum mikið lán fyrir fólk á Íslandi að hafa þessa stjórnmálamenn að stýra þessum málum. „Þau gerð­u sér fljótt grein fyr­ir því út á hvað þett­a gekk og hvað­a að­gerð­um best væri að beit­a. Það var þeirr­a með­vit­að­a á­kvörð­un að hafa þett­a svon­a og ég held að það hafi geng­ið á­gæt­leg­a.“

Sjálfur er hann hógvær og segir sig vera samnefnara fjölda fólks sem starfi hjá Em­bætt­i land­lækn­is, al­mann­a­vörn­um og víð­ar. Hann segir sam­starfs­fólk sitt hafi unn­ið mikið þrek­virk­i sem ekki hafi far­ið hátt. „Ég, Alma og Víð­ir höf­um ver­ið sam­nefn­ar­i fyr­ir þá vinn­u. Auð­vit­að er það mik­il­vægt að fólk treyst­i þeim sem eru að segj­a þeim frétt­irn­ar og koma með skil­a­boð­in. Við höf­um not­ið góðs af því að fólk virð­ist upp til hópa treyst­a okk­ur. Það hef­ur ver­ið já­kvætt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -