Dagurinn í dag var sá síðasti hjá Þórólfur Guðnason sem sóttvarnalæknir landsmanna. Þórólfur ræddi við fréttamann Fréttavaktarinnar í kvöld.
Hann bendir á að gríðarlegur fjöldi fólks hafi tekist á við faraldurinn, ekki einungis þríeykið, hann sjálfur, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.
„Andlitin út á við höfum verið ég og Alma og Víðir svolítið en það er fullt af fólki sem á stóran hlut í þessu. En það er kannski ekkert óeðlilegt þó að fólk tengi endilega mig við öll þessi viðbrögð og svona, en það er fjöldinn allur að fólki og fjöldinn sem heldur áfram og nýr sóttvarnalæknir sem er alveg frábær, svo ég held að það sé enginn sem þurfi að hafa neinar áhyggjur,“ segir Þórólfur.
Í dag var fólk boðið að leggja inn spurningar fyrir Þórólf. Blaðamaður tók nokkrar spurningar saman, en meira var um kveðjur og heillaóskir.
Ein spurning sem Þórólfur svarar í Fréttavaktinni hljóðar svo: Hvenær ætlar þríeykið að knúsast? Alma lofaði því…
„Við höfum gert það. Ég knúsaði Ölmu í morgun og ég knúsaði Víði í gær, við eigum eftir að hittast aftur og knúsast betur,“ svaraði Þórólfur.