Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Þórólfur og Víðir sagðir hafi misst allan trúverðugleika fyrir Þórdísi: „Sorglegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi misst allt boðvald meðal þjóðarinnar eftir að þeir komu Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra til varnar í gær. Allt í einu er tveggja metra reglan orðin af viðmiði þegar ráðherra á í sök.

Þórdís fór út á lífið með vinkonum sínum um helgina og af myndum af dæma þá var tveggja metra reglan þeim ekki ofarlega í huga. Hún segist sjá eftir því að það hafi náðst á mynd.

Á Facebook segir Illugi þetta sorglegt því þríeykið hafði átt traust Íslendinga hingað til. „Þeir Þórólfur og Víðir hafa nú fórnað öllu sínu áhrifavaldi, öllu sínu boðvaldi, öllu því sem þeir hafa unnið svo vel að í hálft ár, – púff allt horfið! – fyrir … ja, fyrir hvað? Vináttu stjórnmálamanna? Sorglegt,“ segir Illugi á Facebook.

Hann segir enn fremur að þjóðin hafi fórnað mörgu til að fara eftir settum reglum. Svo skipti þær engu máli þegar ráðherra brýtur þær. „Vegna þess að um allt samfélagið hefur fólk fórnað öllu mögulegu til þess að fara eftir þeim reglum og viðmiðunum sem þau hafa sett. Svo brýtur ráðherra þær reglur, tveim þremur dögum eftir að hafa skrifað grein til að hvetja fólk til að fara eftir þeim, og þá skiptir það allt í einu engu máli. Þetta snýst ekki um vinkonufund nokkurra kvenna (sem var reyndar auglýsing sponseruð af Icelandair Hotels), heldur um trúverðugleika og ábyrgð,“ segir Illugi.

Gunnar Smári Egilsson virðist á sammála og segir á sama vettvangi:

 „Var Þórólfur að breyta sóttvörnum þannig að 2 metrar gilda bara milli ókunnugra? Þannig ef ég rekst á skólabróður minn úr tímakennslu í Mýrarhúsaskóla á Laugaveginum, má ég þá faðma hann? Þetta er undarleg kúvending, við höfum sleppt allaskonar úr af covid; barnaafmælum, útförum, heimsóknum. Þetta var þá bara allt einn misskilningur sem Þórdís Kolbrún og æskuvinkonurnar afhjúpuðu; covid smitast ekki milli fólks sem þekkist. Ja hérna hér. Hér eftir trúi ég engu sem mér er sagt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -