Sóttvarnarlæknirinn þjóðþekkti Þórólfur Guðnason segir óvarlega farið þegar fólk sem ekki hefur læknisfræðilega menntun sé að dreifa á milli sín lyfjum á borð við ívermektín sem meðferð við Covid-19.
Segir að allar rannsóknir bendi til þess að af lyfinu sé ekki ávinningur, en einhverjir læknar hafi þó heimild til að ávísa lyfinu sem part af meðferð.
Bætir við:
„Það er búið að fara í gegnum alls konar mat hvort að nota eigi lyfið við þessum sjúkdómi; niðurstaðan er sú, eftir að hafa skoðað frá ábyrgðum aðilum niðurstöðurnar, það er Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, Lyfjastofnun Evrópu, svo hafa smitsjúkdómalæknar farið í gegnum þessi gögn og lyfjastofnun hér.“
Enn fremur:
„Allir komast að þeirri niðurstöðu, ég kalla þessa aðila ábyrga aðila, að það sé ekki ávinningur af því að nota þetta lyf. Það er hins leyfi til að læknar geti ávísað því í ákveðnum tilfellum þannig að það er mjög slæmt ef það er neðanjarðardreifing á þessu lyfi: Og kannski á sama tíma vilja ekki fara í bólusetningu. Þetta hljómar svolítið öfugsnúið þó að ég sé ekki að segja að þetta sé endilega sami hópurinn. Það er ekki gott að fólk sé að taka læknisfræðilegar ákvarðanir um lyfjaávísanir til einstaklinga. Það tel ég vera varhugavert,“ sagði Þórólfur.