Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þórólfur óttast að í­ver­mektín sé á svarta markaðnum: „Slæmt ef það er neðan­jarðar­dreifing“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóttvarnarlæknirinn þjóðþekkti Þór­ólfur Guðna­son segir óvarlega farið þegar fólk sem ekki hefur læknis­fræði­lega menntun sé að dreifa á milli sín lyfjum á borð við í­ver­mektín sem með­ferð við Co­vid-19.

Segir að allar rann­sóknir bendi til þess að af lyfinu sé ekki á­vinningur, en einhverjir læknar hafi þó heimild til að á­vísa lyfinu sem part af með­ferð.

Bætir við:

„Það er búið að fara í gegnum alls konar mat hvort að nota eigi lyfið við þessum sjúk­dómi; niður­staðan er sú, eftir að hafa skoðað frá á­byrgðum aðilum niður­stöðurnar, það er Lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna, Lyfja­stofnun Evrópu, svo hafa smit­sjúk­dóma­læknar farið í gegnum þessi gögn og lyfja­stofnun hér.“

Enn fremur:

„Allir komast að þeirri niður­stöðu, ég kalla þessa aðila á­byrga aðila, að það sé ekki á­vinningur af því að nota þetta lyf. Það er hins leyfi til að læknar geti á­vísað því í ákveðnum til­fellum þannig að það er mjög slæmt ef það er neðan­jarðar­dreifing á þessu lyfi: Og kannski á sama tíma vilja ekki fara í bólu­setningu. Þetta hljómar svo­lítið öfug­snúið þó að ég sé ekki að segja að þetta sé endi­lega sami hópurinn. Það er ekki gott að fólk sé að taka læknis­fræði­legar á­kvarðanir um lyfja­á­vísanir til ein­stak­linga. Það tel ég vera var­huga­vert,“ sagði Þór­ólfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -