Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Þórólfur óttast fleiri Covid-andlát – Tólfta tilvikið sjúklingur af Landakoti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Îslendingurinn sem lést síðasta sólarhring vegna Covid-19 var tæplega níræður sjúklingur á Landakoti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast fleiri dauðsföll á næstunni.

Vísir greindi frá og ræddi við Þórólf. Hann staðfesti þar að tólfta andlátið tengist Landakoti.„Auðvitað vitum við það að einstaklingar sem eru á Landakoti, þetta er náttúrulega viðkvæmur hópur og viðkvæmir einstaklingar, þannig að þess vegna höfum við lagt áherslu á það að reyna að vernda þennan hóp eins og hægt er,“ segir Þórólfur.

Nærri 120 Covit-smit eru nú tengd Landakoti, jafnt sjúklingar sem starfsfólk. Þóriólfur óttast fleiri andlát.

„Það kæmi mér ekki á óvart þó að svo yrði en vonandi verður það ekki. Það eru viðkvæmir hópir og viðkvæmir einstaklingar sem að eru á þessum stöðum og við vitum að þeir fara verst út úr sýkingunni. Þannig að við þurfum bara að vera við öllu búin,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -