Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þórólfur segir endalokin nálgast: „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þjóðina vera á hraðri leið í hjarðónæmi en nú hefur fjórðungur þjóðarinnar smitast af kórónuveirunni. Þórólfur segir að ætla megi að fleiri hafi smitast án þess að vita af því, jafnvel hafi helmingur þjóðarinnar nú þegar fengið veiruna.

„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi, hann tekur fram að með því sé átt við að smitum fari að fækka.

Miðað við mótefnamælingar hafa fleiri en áætlað var smitast af veirunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa greinst smitaðir eða 27 prósent þjóðarinnar.

„Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“

Samkvæmt Willium Þóri Þórssyni, heilbrigðisráðherra, er stefnt á alsherjar afléttingu næstkomandi föstudag, þann 25. febrúar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -