Þóróldur Guðnason sóttvarnarlæknir biður Íslendinga að ferðast ekki að nauðsynjalausu til útlanda. Það á við um öll lönd heims, að Grænlandi undanskildu, í ljósi hraðrar fjölgunar Covid-19 smita í heiminum.
Þórólfur hefur gefið út breytt tilmæli varðandi ferðalög erlendis og telur hann ekki tímabært að breyta áhættusvæðum. Reglulega er þó endurmetið hvort lönd falli undir áhættusvæði.
Þórólfur bendir á að mikið sé um smit meðal bólusetts fólks sem geti í kjölfarið smitað aðra. Þá sé stór hluti íbúa annarra landa enn óbólusettur en þeir sem nauðsynlega þurfi til útlanda gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.