„Þá hefur raðgreining leitt í ljós að ómíkrón afbrigðið hefur nú algjörlega yfirtekið delta og er svokallað BA.2 afbrigði þess allsráðandi,“ segir í tilkynningu á vef Embættis landlæknis í dag.
Ákvörðun hefur verið tekin um það að hætta raðgreiningu jákvæðra Covid-19 sýna á landinu en hefur ómíkrón afbrigði veirunnar náð miklum meirihluta. Þá er fjöldi jákvæðra sýna umfram greiningargetu.
Vegna þessa hefur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir ákveðið að best sé að htta raðgreiningunni. Þrátt fyrir það mun Íslensk erfðagreining halda áfram að raðgreina úrtak jákvæðra sýna í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Þannig verður áfram hægt að fylgjast með afbrigðum sem berast hingað til landsins.