Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Þórólfur svarar Kára: „Kári er í jötunmóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag þar sem hann er spurður út í gagnrýni Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar á þríeykinu og takmörkunum sem nú eru í gildi vegna Covid-19 faraldursins.

„Kári er í jötun­móð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóst­bróður sínum í co­vid að þessu sinni. Hann er með hug­myndir um miklu meiri til­slakanir, eða tölu­vert meiri, en við erum með og hann hefur yfir­leitt verið á hinni línunni. Þetta er bara á­gætis inn­legg í um­ræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum ó­skýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur og virðist nokkuð sár, um ummæli Kára sem vill nú afnema allar takmarkanir. Ennfremur segir Þórólfur „ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðar­mótin júní/júlí með af­leiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Far­aldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkra­hús og ef við fáum meiri út­breiðslu í far­aldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“

Þá þvertekur Þórólfur fyrir það að þríeykið sé að eyðileggja listalífið á Íslandi og segir þau ummæli Kára koma sér mjög á óvart, „ég skil ekki þá á­sökun og við höfum verið í sam­ráði við for­svars­menn sviðs­lista um þessar til­slakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föður­húsanna að við séum að eyði­leggja lista­líf í landinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -