Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er þeirrar skoðunar að takmarkanir hér á landi vegna covid-19 séu jafnvel komnar til að vera næstu árin. Veiran sé einfaldlega svo óútreiknanleg að viðhalda þurfi aðgerðum til framtíðar.
„Það getur alveg verið svo, það getur enginn sagt með vissu hvernig framtíðin verður. Það er það sem við höfum alltaf verið að segja líka, að það er ekki fyrirsjáanleiki í þessu. Það er ekkert nýtt og margir kvarta yfir því að það sé ekki hægt að koma með fyrirsjáanleika í aðgerðum og slíku en það er ekki hægt þegar veiran er ófyrirsjáanleg og það kemur eitthvað nýtt upp á sem breytir því sem maður hélt fyrir einhverjum mánuðum síðan,“ segir Þórólfur.
Þórólfur leggur áherslu á það að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en honum ljúki um allan heim. Hann mun leggja nýtt minnisblað um hertar aðgerðir fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Þar sagði Þórólfur að kórónuveirufaraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en honum ljúki um heim allan. Þá sagði hann vernd bóluefna gegn smiti minni en talið var þó að vernd gegn alvarlegum veikindum sé talin vera um 90 prósent.
Á miðnætti færðist Landspítalinn yfir á hættustig vegna covid-19. Þar liggja nú inni þrír sjúklingar og búist er við því að aðrir tíu komi til með að leggjast inn á næstu dögum. Þess utan eru yfir 300 einstaklingar í covid-eftirliti, þar af 25 börn.