Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggju vegna fjölda þeirra Íslendinga er snúa heim til Íslands eftir jól eftir dvöl á Tenerife yfir hátíðarnar.
Þórólfu tók stöðuna á faraldrinum í viðtali við Fréttablaðið.
Þórólfur segir hafa áhyggjur af þeim Íslendingum sem eru að snúa aftur heim frá Tenerife og öðrum sólarlandastöðum. Segir hann að staðan sé þó öðruvísi en oft áður þegar litið er til landamærasmita því tölurnar séu svo háar hér á landi.
„Við höfum greint mjög marga Íslendinga á landamærunum sem eru að koma heim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en við erum líka með mjög mikla útbreiðslu hér innanlands,“ segir Þórólfur og bætir við „veiran er úti um allt.“
Segist Þórólfur ekki vera með nýtt minnisblað í smíðum, þrátt fyrir gríðarháar smittölur síðustu daga. Segir hann þó að sífellt sé verið að meta stöðuna og að hann sé í stöðugum samskiptum við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
„Þetta er á uppleið. Stóra spurningin er hversu stórt hlutfall skilar sér inn á spítalann. Það er það sem við og allt heilbrigðiskerfið erum að undirbúa okkur undir, að fjöldinn verði mikill jafn vel þó að hlutfallið sé lágt,“ segir Þórólfur að lokum.