Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Þórólfur vísar gagnrýni Ragnars Freys á bug

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóttvarnalæknir svarar gagnrýni umsjónalæknis göngudeildar COVID-19 á Landspítalanum og segir rangt að það sé ekki í verkahring spítalans að skima við landamæri.

„Því í leyf­is­veit­ingu rann­sókn­ar­stofu Land­spít­al­ans í sýkla- og veiru­fræði frá 2010 er kveðið sér­stak­lega á um að þess­ar rann­sókn­ar­stof­ur hafi hlut­verki að gegna í sótt­vörn­um fyr­ir landið allt,“ sagði Þórólf­ur Guðnason sóttvarnalæknir á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna fyrir skemmstu.

Benti hann ennfremur á að í vinnslu­samn­ingi sótt­varna­lækn­is og spít­alans frá árinu 2015 sé sér­stak­lega kveðið á um að rann­sókn­ar­stof­um á Land­spít­ala „beri að stunda skimun fyr­ir smit­sjúk­dóm­um sem hafi þýðingu fyr­ir al­manna­heill sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um sótt­varna­lækn­is“.

Þá sagði Þórólfur að sagt hafi verið um að milljarða kostnaður falli á spítalann vegna skimana. Sú tala sé fjarri lagi. „Kostnaður­inn sem fell­ur á Land­spít­ala felst aðallega í því að upp­færa búnað veiru­fræðideild­ar­inn­ar sem þörf hef­ur verið á að gera í nokk­urn tíma.“

Vísaði Þórólfur þar með á bug gagnrýni Ragn­ars Freys Ingvars­sonar, um­sjón­ar­lækn­is á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um, sem hefur staðhæft að Land­spít­al­inn verji millj­örðum í skiman­ir á landa­mær­um sem sé sóun á al­manna­fé. Spítalinn eigi ekki að skima fríska ferðamenn við landamærinn heldur sinna veiku fólki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -