Orðrómur
Málsókn Samherja á hendur Seðlabankanum hefur vakið gríðarlega athygli. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri er þar í sviðsljósinu ásamt fleirum úr framlínu Samherja. Sumir eru grátklökkir vegna meðferðar bankans á fyrirtækinu. Allt kapp er lagt á að lemja það inn í umræðuna að málið snúist um óverulegt magn af karfa en ekki tugmilljarða vanskil á gjaldeyri vegna afríkuveiðanna sem fyrirtækinu hafi verið skylt að koma með til Íslands. Þetta hefur verið skilgreint sem karfatuð sem snúist um að drepa málum á dreif. Meðal þeirra sem sperrtu eyrun er Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi. Bæjarins besta,
bb.is, birtir frá honum vísur.
Þorsteinn núna, Már hin mikli,
er meistari í réttarsprikli.
Borðið því hann brýtur óður,
það borga verður ríkissjóður.
Máa tekst að máta seint.
Maður er hann slíkur.
Enda löngu orðinn hreint
ógeðslega ríkur.
Nú bíða menn spenntir eftir dómsniðurstöðunni og hvort almenningur þurfi að greiða yfir 300 milljónir króna í skaðabætur til Samherja. Það er kostnaðurinn við undirbúning málsvarnarinnar en þess á meðal er reikningur Jóns Óttars Ólafssonar rannsakanda sem fékk yfir 130 milljónir króna, meðal annars fyrir að elta og hrella Helga Seljan fréttamann ….