Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þorsteinn er þreyttur: „Þá sérstaklega er ég að tala um einkaflug þeirra ríku. Hvað er til ráða?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn býr í miðborginni og á við sértækt vandamál að stríða ef marka má innlegg hans í Facebook hópnum: Íbúar í Miðborginni.

Það er ekki hægt að lifa eðlilegu lífi í miðborginni vegna flug-og þyrluumferðar. Þá sérstaklega er ég að tala um einkaflug þeirra ríku. Hvað er til ráða?

Hann er orðin dauðleiður á flug- og þyrluumferð eins og sjá má á stöðuuppfærslunni hér að ofan. Hann tekur sérstaklega fram að þessi umferð sem hann minnist á sé vegna ríka fólksins og þeirra ferðum í þyrlum og flugvélum.

Ráðleggingarnar og umsagnirnar láta ekki á sér standa, Kalmann stingur upp á byltingu og Arna segir honum að flytja bara burtu ef hann eigi í erfiðleikum með að þola þetta. Viðar stingur upp á því að færa flugvöllinn og Kári ráðleggur honum að nöldra, segist vera búin að því í mörg ár.

Sigrún lætur Þorstein heyra það: „Það er svo kingilmagnað að fullorðið fólk ber ábyrgð á sér og búsetu sinni. Þeir sem kjósa að búa í miðborg og nálægt flugvelli í ofanálag ættu að átta sig á hvaða skarkali fylgir því. Að búa í mikilli nálægð við allskonar aragrúa af allskonar, umferðarhljóðum, menningu og mannmergð allra þjóða fólks, stétta og stöðu ætti væntanlega að veita fólki þá meðvitund að laða sig að aðstæðum. Ekki kvarta og biðja aðstæður að laðast að sér. Ef þú höndlar ekki umhverfi þitt er aðeins eitt að gera í stöðunni. Flytja. Búa þar sem umhverfið er í takt við þína hentisemi. Þetta er jafn fáránlegt og að flytja til Grænlands og tuða svo yfir snjó. Sorry. Margrét svarar Sigrúnu og er henni ekki sammála:Nei það er ekki svo að fólk geti bara kosið sér búsetu eftir hentugleika. Þar kokgleypir þú goðsögn nýfrjálshyggjunnar sem raun á aðeins á við um þá allra ríkustu, ef einhverja. Þeir fátækri ráða litlu um hvar þeir búa og það er þar að auki dýrt að flytja. Auk þess er þyrluflugið af þessu umfangi nýtilkomið og því ekki hluti af þeim forsendum sem þau sem hafa „kosið“ að búa hér gátu gengið út frá við það val“.

Sigrún tekur svari Margrétar ekki af léttúð og segir: „Óþarfi að snúa út úr og þú þarft ekki að kenna mér staf um fátækt eða neyð. Ef þú googlar mig þá ættirðu að finna fréttaflutning þar sem ég var til umfjöllunar vegna heimilisleysis með 2 af börnum mínum. Fátækir og þeir sem hvergi hafa átt heima eða eiga engan möguleika á annari búsetu eru ekki þau sömu og væla undan fjárans flugvélum eða skarkala. Ég bjó á Ásbrú og ekki vældi ég undan þotuhljoði. Ég hef búið hvergi og sem dæmi búið í rúmt ár í húsi sem hafa verið stöðugar framkvæmdir. Ég er þakklát fyrir þak yfir höfuðið og get aðlagað mig aðstæðum sérstaklega af því að ég hef ekki möguleikann á hverju sem er. Hvað sem hverju líður er það augljóst að hvort sem viðkomandi hefur efni á að flytja eða ekki er kvörtun viðkomandi kjánaleg. Sjáðu…. 1. Ef fólk hefur ekki möguleika á að búa annars staðar ætti það að þakka fyrir þak yfir höfuðið og halda KJ 2. Ef fólk á möguleika á búsetu annars staðar og umhverfishljóð trufla ætti viðkomandi að flytja annað og halda KJ Heimtar enginn að veröldin sé sniðin að sínum hentugleika sem veit hvernig það er að eiga hvergi heima eða á hvergi séns. Trúðu mér! Ég veit það“.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -