Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Þorsteinn kennir uppljóstraranum Jóhannesi um allt saman: „Áttum að hafa betra eftirlit í Namibíu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni uppljóstrar um meintar „óeðli­leg­ar“ greiðslur útvegsfyrirtækisins í Namib­íu. Forstjórinn segir það uppljóstraranum einum að kenna og að mistök fyrirtækisins í mútumálinu hafi verið sú að fylgjast ekki betur með Jóhannesi.

Sam­herji hef­ur hins vegar aldrei rökstutt hvers vegna meintar mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu í Namibíu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá fyrirtækinu.

Þorsteinn Már segir aftur á móti að ef fyrirtæki Samherja hafi greitt „óeðlilegar greiðslur“ í Namibíu þá séu þær alfarið á ábyrgð Jóhannesar. Sá síðanfendi var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2016. Þorsteinn ræddi mútúmálið í viðtali við  Fréttablaið í dag. Þar sagði Þorsteinn:

„Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði og bar ábyrgð á rekstrinum í Namibíu.“

Þorsteinn Már var aftur á móti ekki spurður að því hvernig Jóhannes á að hafa geta borið ábyrgð á greiðslum frá félögum Samherja í Namibíu og annars staðar, meðal annars á Kýpur, sem héldu áfram í þrjú ár eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu í Namibíu.

Fylgust ekki nógu vel með Jóhannesi

Í samtali við Fréttablaðið fullyrti Þorsteinn Már að Samherji komi til með að grípa til varna í dómsmáli í Namibíu. Hann segir allar ásakanir á hendur fyrirtækinu ekki á rökum reistar.

- Auglýsing -

„Við teljum að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar og ég hafði ekki vitneskju um neinar óeðlilegar greiðslur ef þær áttu sér stað á annað borð. Þessar ásakanir byggja meira og minna á fullyrðingum Jóhannesar og brotakenndum gögnum sem eiga að styðja þær en gera það ekki í raun. Þegar trúverðugleiki Jóhannesar er metinn þá verður að hafa hugfast að hann var rekinn sumarið 2016 vegna þess að hann hefði engin tök á starfseminni og sýndi af sér óforsvaranlega háttsemi á meðan hann stýrði útgerðinni í Namibíu. Þá hefur verið upplýst að hann hafði áform um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur með öðru útgerðarfyrirtæki stuttu áður en honum var sagt upp störfum,“ sagði Þorssteinn og bætti við:

„Mistök Samherja felast í því að hafa ekki haft betra eftirlit með rekstrinum í Namibíu og þar af leiðandi betri yfirsýn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -