Orðrómur
Vandi Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, vex stöðugt. Óhefðbundnar aðferðir við að verjast Sedðlabankanum og Ríkissjónvarpinu hafa reynst fyrirtækinu dýrkeyptar. Rannsakandinn Jón Óttar Ólafsson, sem áður starfaði hjá Sérstökum saksóknara, varð uppvís að því að vera eltihrellir og hafa þar að auki blekkt fyrrum vinnufélaga til að tala af sér á upptöku. Jón Óttar hefur unnið náið með Þorsteini Má og víst að rannsakandinn fór ekki í neinu á bak við forstjórann. Fjárfesting Samherja í manninum var yfir 130 milljónir króna. Annar fótgönguliði Samherja er Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður, sem gerðist falur fyrir fé eftir nokkuð farsælan feril sem fréttamaður. Talið er að Þorbjörn sé lykilmaður að baki myndböndum Samherja þar sem reynt er með hálkveðnum vísum að taka æruna af Helga Seljan fréttamanni. Gárungar innan Samherja kalla Þorbjörn, Jón Óttar og Þorsteinn Má skytturnar þrjár. Leiða má að því líkum að orðspor Samherja hafi aldrei verið eins laskað …