Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Þorsteinn Már sakar Helga um fölsun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Samherja saka Ríkisútvarpið um að hafa falsað skýrslu sem kennd er við Verðlagsstofu skiptaverðs til birtingar í Kastljósi árið 2012. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vísar til væntanlegs myndbandsþáttar sem Samherji hefur látið vinna, meðal annars til að sanna sakleysi sitt í mútumálinu í Namibíu.  Þátturinn verður birtur á Youtube-rás Samherja. Meðal þeirra sem hafa unnið að málinu er Þorbjörn Þórðarson sem áður starfaði sem fréttamaður Stöðvar 2 en stofnaði sitt eigið fyrirtæki um almannatengsl og lögmannaþjónustu og samdi við Samherja um þjónustu. 

Athyglisvert er að umrædd uppljóstrun snýr ekki að Namibíumálinu heldur Seðlabankamálinu sem nú er fyrir dómstólum vegna kröfu Samherja um skaðabætur. Í því máli eru stjórnendur Samherja sakaðir um alvarleg brot og fyrirtækið sektað. Gerð var húsleit hjá fyrirtækinu en málinu á hendur Samherja lauk með því að Hæstiréttur felldi niður sektina. Uppljóstrunin nú er því frá því fyrir átta árum og snýst um 10 ára gamla skýrslu. Sá sem sakaður er um fölsunina er Helgi Seljan fréttamaður sem var lykilmaður í uppljóstrunum í mútumálinu í Namibíu. 

Í myndbandi sem Samherji deildi í gær er leyniupptaka af samtali Helga og Jóns Óttars Ólafssonar, starfsmanns Samherja, sem hefur unnið að rannsókn fyrirtækisins á sjálfu sér. Þar heyrist í Helga og Jóni Óttari. 

Fréttablaðið segir frá því að skýrslan hafi ekki verið á meðal gagna í máli Seðlabankans gegn Samherja á sínum tíma og hafi því ekki haft áhrif þar. Svo virðist sem umfjölluninni sé ætlað að eyðileggja trúverðugleika Helga Seljan. 

„Það hefur legið fyrir um nokkra hríð að við ætluðum að svara þeim ásökunum sem voru bornar á félagið og starfsfólk þess. Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni. Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið um tilgang umfjöllunarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -