Þorstenn Óli Sigurðsson tæknifræðingur lést á heimili sínu í Garðabæ mánudaginn 18. mars. Hann fæddist 9. janúar 1957. Eftirlifandi eiginkona hans, Ingileif Sigfúsdóttir, tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Eftir erfið veikindi undanfarin ár lést okkar ástkæri Þorsteinn Óli síðastliðinn mánudag. Hans verður sárt saknað og mun lifa í minningu okkar um alla framtíð,“ skrifar hún.
Þorsteinn var mikill útivistarmaður og naut þess að ganga á fjöll í góðra vina hópi. Hann var félagi í gönguhópnum Sófistum frá stofnun þess hóps. Þar saknar fólks góðs félaga.
Þorsteinn Óli lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju, þriðjudaginn 26. mars klukkan 13.