Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þorsteinn sagði upp allri áhöfninni: „Þetta var helvíti erfitt og ég dauðsá eftir þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Vilhelmsson stalst ungur niður á bryggju á Akureyri og horfði á bátana og skipin. Sjómennskan heillaði og 16 ára gamall fór hann á sjóinn fyrir alvöru. Hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil, er einn af stofnendum Samherja en seldi svo sinn hlut í félaginu mörgum árum síðar eftir að upp úr sauð. Einir mestu erfiðleikar sem Þorsteinn hefur upplifað tengjast fjárfestingarfyrirtækinu Atorku sem hann átti stóran hlut í, en það fór illa eftir hrunið. „Ég hef kannski verið stoltari af því, af því að það var ekki allt lánsfé eins og hjá sumum. Og ég tapaði því öllu.“ Þorsteinn er í helgarviðtali Mannlífs og hér birtist brot úr því:

Þorsteinn var karlinn í brúnni.

Hann segir að númer eitt, tvö og þrjú þurfi að hafa áhuga á því sem gert er og hann talar um að betra sé að vera pínulítið stressaður allan túrinn. Ekki sofna á verðinum. „Það er svo skrýtið að maður þarf eiginlega að vera svolítið stressaður. Maður þarf að vera með gott skip og veiðarfærin þurfa að virka; það er alveg grundvallaratriði. Svo er það góður mannskapur. Ég held ég geti verið þakklátur fyrir þessi ár sem ég var skipstjóri,“ segir Þorsteinn sem var með Akureyrina í níu ár.

Þorsteinn sagði allri áhöfn Akureyrar upp í kjaradeilu. Uppsögnin vakti þjóðarathygli og kom í fréttamiðlum þess tíma. Margir töldu að Þorsteinn Már hefði staðið að baki þessu en staðreyndin er sú að það var Þorsteinn skipstjóri.

„Ég sé alltaf eftir því. Það voru mistök. Ég vil ekki fara djúpt í það. Það voru ástæður fyrir því. Kannski voru mistökin mín. Við reyndum að taka tillit til mannanna yfir sumarið. Þetta voru um þriggja vikna túrar og eðlilega vildu menn fara meira í frí á sumrin en það er ekki hægt að gefa öllum frí á svona frystiskipi. Eða helmingnum. Maður skiptir ekki öllum út í einu. Við höfðum farið á grálúðumið og fengið góðan afla og svo var það búið. Ég ákvað að fara austur fyrir land, en það var þorskveiði þar. Þannig að við fórum til Akureyrar. Ég var að létta á mér veiðarfærum og var að taka þorskpoka sem við höfðum ekki verið með. Við lönduðum í leiðinni um 80-90 tonnum af grálúðu og áhöfnin var ekki sátt við það og vildi slíta túrnum. Það hefði verið í lagi að slíta túrnum ef ég færi með sömu áhöfnina aftur. Þá vildu einhverjir fara í frí og aðrir koma í staðinn. Það gekk ekki upp af því að sumarið var eðlilega planað. Þetta var helvíti erfitt og ég dauðsá eftir þessu. Þeir héldu allir strákarnir með mér áfram og þeir fyrirgáfu mér. Þetta greri og allir þessir strákar eru vinir mínir. Ég hafði frábæra áhöfn. Það voru flestir með mér árum og áratugum saman.“

Hér má horfa á viðtalið: Þorsteinn Vilhelmsson í Mannlífinu: Svik, háski, lyginn bankastjóri og saga aflaskipstjóra Samherja

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -