Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þorsteinn stjörnufræðingur orðlaus yfir furðuljósum við Klambratún

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur segist í aðsendri grein í Morgunblaðinu ekkert botna í ljósunum við Klambratún. Hann er þó ekki að tala um fljúgandi furðuhluti heldur gangbrautarljós.

„Tilefni þessa greinarkorns er ekki dularfullt ljós á himni heldur jarðbundnara fyrirbæri sem daglega ber fyrir augu. Á ég þá við gangbrautarljós sem standa við Miklubraut á móts við Klambratún. Það sérkennilega við þessi ljós er hve lengi þau loga á rauðu þegar gangandi vegfarendum er hleypt yfir götuna. Biðtími bifreiða við þessi ljós er um það bil tvöfalt lengri en við önnur sambærileg ljós,“ skrifar Þorsteinn.

Hann segist ekkert botna í tilangi þeirra. „Af því leiðir að biðraðir bifreiða myndast í báðar áttir löngu eftir að allir gangandi og hjólandi eru komnir yfir. Ég hafði samband við þá aðila hjá Reykjavíkurborg sem stjórna þessum málum og spurði hvort ekki mætti breyta þessum ljósum þannig að tími rauða ljóssins styttist, en á eftir kæmi gult blikkandi ljós eins og sums staðar tíðkast, t.d. á Hofsvallagötu,” segir Þorsteinn.

Hann veltir fyrir sér hvort annarlegur tilgangur sé að baki ljósunum. „Gætu þá ökumenn haldið för sinni áfram þegar ljóst væri að gangbrautin væri auð. Mér var tjáð að slíkt væri tæknilega ómögulegt. Í seinna viðtali reyndi ég að sannfæra viðkomandi um að biðtíminn á þessum stað væri allt of langur, en talaði þar fyrir daufum eyrum. Viðbrögðin gætu bent til þess að ljósastillingin á þessum stað sé einungis liður í þeirri stefnu borgaryfirvalda að hindra sem mest umferð einkabíla og fá borgarbúa til að nýta aðra kosti,“ segir Þorsteinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -