Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þorsteinn Víglundsson segir ríkisstjórnina íhaldsstjórn: „Hún var reyndar stofnuð um kyrrstöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sú íhaldsstjórn sem nú situr við völd hér á landi ætlar að freista þess að bíða af sér framtíðina,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í eldhúsdagsumræðum. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir skort á frjálslyndi og framtíðarsýn.

„Hún var reyndar stofnuð um kyrrstöðu. Stofnuð til varnar sérhagsmuna fortíðar,“ sagði Þorsteinn. Hann gerði tæknibreytingar að umfjöllunarefni og sagði þær hraðari en nokkrum sinnum fyrr. Í því liggi tækifæri fyrir Ísland.

Hann sagði engan vafa á því að þátttaka Íslands Evrópska efnahagssvæðinu vær mikið gæfuskref. Heimurinn færi sífellt minnkandi. Það ráðist hins vegar á viðbrögðum samfélagsins og ríkisstjórnar um hvort okkur takist að nýta tækifærin sem felast í því.

Þorsteinn sagði vaxandi þjóðernisöfga um allan heim áhyggjuefni. „meiri ógn steðjar nú að lýðræðinu en við höfum séð um áratugaskeið.“ Þróunina sagði hann minna áþreifanlega á þróunina á árunum fram að seinni heimsstyrjöld. Hann varaði við því að sofna á verðinum því þá „gætum við vaknað í heim sem viljum ekki kannast við.“

„Þjóðum heimsins hefur ekki tekist að tryggja að efnahagslegur árangur af alþjóðavæðingunni hafi skilað sér með sanngjörnum hætti til allra samfélagshópa,“ sagði þingmaðurinn og bætti við að þetta sé ástæða ólgunnar í stjórnmálum heimsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -