Á Hellissheiði eru ræktaðir upp næringarríkir örþörungar til að mæta vaxandi próteinþörf í heiminum. Fyrirtækið Algaennovation Iceland hóf starfsemina á síðasta ári. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði.
Hér að neðan má sjá sýndarveruleikamyndband af því sem fram hjá fyrirtækinu en myndbandið er hluti af verkefninu Future Kitchen sem Matís leiðir, en þar er ljósi varpað á nýja matvælatækni og matvælavísindi og hvernig þessi tækni og þekking getur stuðlað að bættri nýtingu á auðlindum jarðar.
Hér má sjá hvernig örþörungar eru ræktaðir innanhúss á þessu sérstaka svæði sem Hellisheiði er: