Sunnudagur 29. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þórunn Antonía opnar sig um ofbeldið: „Gott að vita að það kost­ar eina millj­ón að nauðga mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tón­list­ar­kon­an frábæra, Þór­unn Ant­on­ía Magnús­dótt­ir, seg­ir síðustu 3 ár hafa ein­kennst af kvíða á meðan hún beið eft­ir niður­stöðum í máli gegn nudd­ar­an­um Jó­hann­esi Tryggva Svein­björns­syni. Þór­unn Antonía er ein fjög­urra kvenna sem Jó­hann­es var sak­felld­ur fyr­ir að brjóta gegn.

Eins og kom fram í Mannlífi þá var dóm­ur yfir Jó­hann­esi var þyngd­ur í Lands­rétti í gær; hann dæmd­ur í sex ára fang­elsi. Þór­unn Antonía opnaði sig um málið í færslu á Face­book. Hún segir þar að 35 kon­ur hafi kært Jóhannes og hún viti til þess að hann hafi brotið á marg­falt fleirum sem ekki enn hafi þorað að kæra.

„Ég ætlaði ekki að kæra hann, á þess­um tíma var svo margt erfitt í gangi í mínu lífi að ég treysti mér ekki í það enda eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegn­um að kæra mann fyr­ir nauðgun, viðmótið á lög­reglu­stöðinni. Niðrandi at­huga­semd­ir i dómsal. Kvíðin að ger­andi hefni sín og svo fram­veg­is. Að ég verði druslu­skömmuð fyr­ir alþjóð. Enn ein at­hygl­is­sjúka gell­an sem var svo heimsk að koma sér í þess­ar aðstæður al­veg sjálf. Aldrei í ferl­inu spurði ég hvað ég fengi í bæt­ur, því ég kæri ekki kyn­ferðis­brot fyr­ir pen­inga. En gott að vita að það kost­ar ein­ung­is 1 millj­ón að nauðga mér.“

Það er ekki nóg með að Þórunn Antonía hafi verið að berjast vegna máls Jóhannesar, því Þórunn Antonía er einnig að glíma við af­leiðing­ar heim­il­isof­beld­is.

Hún seg­ir brotið ekki bara hafa áhrif á hana held­ur börn­in henn­ar tvö, Freyju Sól og Arn­ald Þór.

Of­beldið sem Þórunn Antonía hef­ur orðið fyr­ir hefur eðlilega haft mik­il áhrif á hana, sérstaklega þegar hún gekk með börn sín.

- Auglýsing -

„Kyn­ferðisof­beldi olli því að meðgang­an og fæðing­in gekk hræðilega. Ég fékk ofsa­kvíða og fæðing­arþung­lyndi. Ég var hrædd við karl­kyns­lækna. Ég fest­ist reglu­lega í bak­inu, mjó­b­aki og ég náði ekki út­víkk­un í báðum fæðing­um, sem rekja má beint til áhrifa kyn­ferðisof­beld­is,“ segir hún og bætir við:

„Mar­blett­ur sem dofn­ar eða bein sem vex sam­an aft­ur. Jó­hann­es brást trausti mínu á mín­um veik­asta tíma. Fyrr­ver­andi kærast­inn minn hafði gengið það illa í skrokk á mér að ég var með mjög al­var­leg lík­am­leg og and­leg ein­kenni sem ég fól Jó­hann­esi fullt traust í að vinna með. Meiðslin lágu yfir mjaðmagrind, mjó­b­ak og stoðkerfi. Jó­hann­es nauðgaði mér. Hann setti hend­ur sín­ar óvel­komn­ar inn í leggöng­in mín. Inn í endaþarm. Hann hræddi úr mér líftór­una. Ég lá fros­in á bekk í Bol­holti 4 að vetri til með mann að nauðga mér eft­ir verstu lífs­reynslu mína. „Ég er ekki reið, ég er ekki brot­in, ég er ekki full af heift. Ég lít ekki á þetta sem sig­ur sem ég skála yfir. Þetta er harm­leik­ur sem ótal kon­ur og fjöl­skyld­ur þeirra eru þolend­ur í. Ég óska þess að þessi maður fái viðeig­andi hjálp og að við sem sam­fé­lag trú­um brotaþolum og ber­um virðingu fyr­ir þessu ferli og sýn­um sam­kennd i garð þeirra hug­rökku kvenna sem þora að stíga fram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -