Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Þórunn Egilsdóttir látin -„Ég held að það sé ekkert vont fyrir þann sem deyr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokksmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er lát­in 56 ára að aldri. Hún lést í gær­kvöldi eft­ir lang­vinna bar­áttu við krabba­mein.

Þórunn var fyrr á árinu í ítarlegu viðtali við Mannlíf. Þar ræddi hún meðal annars um sjúkdóminn, bjartsýnina, vonina, lífið hinum megin, ástina og stjórnmálin.

Þórunn sagðist aldrei hafa verið hrædd við að deyja. „Ég held að það sé ekkert vont fyrir þann sem deyr. Það er verra fyrir hina. Ég hef þá frekar áhyggjur af fólkinu mínu; þeim sem eru í kringum mig. En ekki af sjálfri mér. Við vitum hvað er að lifa en við vitum ekkert hvað hitt er. Það eina sem við vitum er hvernig er að vera á þessari jörð. Hitt vitum við bara ekkert um. Það getur vel verið að einhver viti það en ég veit það ekki.“

Hún sagði frá því að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein árið 2019 og gengið í gegnum stranga meðferð.

Þórunn Egilsdóttir

„Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 sem var á 3. stigi og hraðvaxandi. Ég fór þá í mjög harða lyfjameðferð, sex skipti í æð. Í framhaldinu fór ég í fleigskurð til öryggis og svo í geisla til að klára þetta ferli. Lyfin virtust þá alveg vinna á þessu og meinið hvarf algjörlega. Þetta virtist vera staðbundið. Ég hef tvisvar síðan farið í tékk og þá fannst ekkert þannig að ég var full bjartsýni og trúði því að þetta væri bara farið, enda getur maður ekkert annað í þessari stöðu. Maður getur ekki alltaf lifað í ótta um að eitthvað gæti gerst. Þannig að ég tók þá afstöðu að þetta væri bara búið og mér tókst að gera það og halda lífinu áfram,“ sagði Þórunn í viðtalinu.

Í lok nóvember síðastliðinn sagðist Þórunn hafa farið að fá meltingartruflanir og verið skrítin í kviðnum.

- Auglýsing -

„Ég fór í tékk í lok nóvember og þá virtist allt vera í lagi. Það sást ekki neitt. Það komu þó fram vísbendingar í blóðprufu um að það væri eitthvað óeðlilegt í lifrarstarfseminni. Skömmu síðar hafði ég samband við spítalann og sagði að mér væri ekkert að batna. Þá var farið að skoða mig betur og í ljós kom að ekki var allt í lagi. Lifrin starfaði ekki sem skyldi en það leit ekki endilega út fyrir að vera krabbamein. Ég fór síðan til Vopnafjarðar í jólafrí. Þar fór ég í blóðprufu og þá kom í ljós að eitthvað alvarlegt var að. Elsta dóttir mín keyrði mig til Akureyrar 22. desember og ég fór í nákvæma skoðun á sjúkrahúsinu. Daginn eftir kom í ljós krabbi í lifrinni. Það er í rauninni bara smá hluti af henni sem virkar.“

Árið 2013 settist Þórunn á þing fyrir Framsóknarflokkinn og árin 2015 til 2016 og aftur árið 2018 gegndi hún formennsku flokksins.

Þá sat Þórunn sem 2. varaforseti þingsins 2015 til 2016 og sem 1. vara­for­seti þings­ins árin 2016 til 2017.

- Auglýsing -

Þórunn skilur eftir sig eiginmann og þrjú börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -