Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þórunn Lárusdóttir eyðir afmælisdeginum í sóttkví: „Ég er með fjölmörg járn í eldinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Lárusdóttir leikkona, söngkona og kvikmyndagerðakona á afmæli í dag en nú eru 49 ár síðan þessi hæfileikaríka og glæsilega leikkona fæddist.

Þórunn og börnin tvö um áramótin
Mynd: Aðsend

Þórunn hefur verið undanfarin ár verið að leikstýra og leika á ýmsum stöðum m.a í Gaflaraleikhúsinu og með Leikhópnum Lottu en hún hefur einnig verið að vinna við kvikmyndagerð. Hún bjó í nokkur ár á Spáni þar sem hún nam kvikmyndagerð en á Covidtímum hefur hún verið að vinna í kvikmyndahandriti en hún bjó í nokkur ár á Spáni þar sem hún nam kvikmyndagerð.” Undanfarin tvö ár hafa náttúrulega verið mjög skrítin, ekki síst fyrir okkur listafólkið,” segir Þórunn þegar Mannlíf heyrði í henni hljóðið í tilefni dagsins. „Var að vinna i Gaflaraleikhúsinu í Mömmu Klikk, þegar öllu var skellt i lás en það var rosalega gaman að leika i þeirri sýningu.“

Fjölskyldan á Spáni
Mynd: Aðsend

Aðspurð um það hvað hún muni taka sér fyrir hendur á næstunni segist hún hafa fjölmörg járn í eldinum. „Ég er með fjölmörg járn í eldinum, það er leikhús og það eru kvikmyndir og sjónvarp. Þar er ég ýmist að leika, leikstýra, skrifa eða framleiða en það er bara ótímabært að segja nánar frá því eins og er,“ segir Þórunn en bætir svo við. „Svo erum við Margrét Eir, Sigga Eyrún og Vala Guðna með geggjaða tónleika í Salnum í Kópavogi í lok mánaðar.“

Þórunn og hinar dívurnar
Mynd: Aðsend

Þórunn býr nú í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Snorra Peter­sen og tveimur börnum en hún mun því miður ekki hitta marga á afmælisdaginn sinn. „Það byrjaði ekki vel árið, það er komið upp Covid-smit í familíuna, þannig að ég er í sóttkví og fæ nú ekki að hitta marga á afmælisdaginn,“ segir Þórunn við blaðamann Mannlífs.

Mannlíf óskar Þórunni innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -