Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn ástsæli, Þorvaldur Halldórsson, er látinn. Hann var tæplega áttræður að aldri. Greint er frá andláti hans á Glatkistunni þar sem æviferill hans er rakinn. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944. Hann hóf snemma tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari. Á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Rödd hans þótti vera einstök.

Með Ingimari Eydal sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar. Lagið varð geysilega vinsælt og er ein af perlum íslenskrar dægurtónlistar.  Hér má heyra lagið. Hann átti fleiri vinsæl lög sem hafa lifað og bera söngvaranum fagurt vitni.

Þorvaldur var búsettur á Torrevieja á Spáni hin síðari ár. Hann hafði glímt við veikindi undanfarið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -