Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þorvaldur svikinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, hefur gefið út yfirlýsingu á Facebook um endanleg örlög félagsins. Hann segir ljóst að saga þess sé öll þar sem ekki hafi tekist að bjarga því vegna svika eiganda flugvélar Niceair sem ekki hafi greitt af vélinni. Þorvaldur hefur sjálfur legið undir ámæli fyrir að svíkja viðskiptavini félagsins sem höfðu greitt inn á ferðir sem aldri voru farnar. Þeirra á meðal voru skólabörn í Brúarásskóla sem höfðu safnað fyrir utanlandsferð með vinnu sinni en sitja eftir með sárt ennið. Börnin töpuðu 700 þúsund krónum en eru ekki beðin afsökunar. Framkvæmdastjórinn segir þungbært að almenningur og hluthafar hafi orðið fyrir tjóni.

Vísir birti færsluna í heild sinni. Þorvaldur Lúðvík segist hafa lagt líf sitt og sál í flugfélagið. Engir fjárfestar hafi viljað koma til bjargar félaginu þegar það hafði misst einu flugvél sína og tekjuhrun blasti við.  „Það er einnig þungbært að sjá á bak vinnustað sínum og samstarfsfólki, á sama tíma og það verður endanleg niðurstaða að draumur minn og mjög margra annarra, er úti að sinni,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík og endar færslu sína á því að stimpla sig út úr flugrekstri: „Þessum kafla er lokið hjá mér.“ Svo mörg voru þau orð …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -