Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Þóttist hafa dreymt föður Sólveigar Önnu til að fá hana í formannsslaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson gerir upp feril sem ritstjóri, útgefandi, stórforstjóri og loks stjórnmálaforingi öreiganna. Barnæskan mótaðist af alkóhólisma föður hans. Glímdi sjálfur við áfengisfíkn. Stofnaði Fréttablaðið sem græddi á óbeit Davíðs Oddssonar. Úthrópaður vegna Fréttatímans. Fékk hvergi vinnu. Þóttist hafa dreymt föður Sólveigar Önnu til að fá hana í framboð í Eflingu. Sósíalistaflokkurinn á sigurbraut. Þingmennskan heillar ekki. Uppgjör Gunnars Smára.

Gunnar Smári stofnaði Sósíalistaflokk Íslands stuttu síðar og sneri sér meðal annars að endurnýjun verkalýðsforystunnar. Gunnar Smári beitti sér fyrir hallarbyltingu í Eflingu þegar Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar við stjórnartaumunum sem formaður. Seinna reyndi hann að hjálpa Heiðveigu Maríu Einarsdóttur til að ná kjöri til formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist vera stoltur af þeim afskiptum.

„Sólveig hafði komið að stofnun Sósíalistaflokksins og ég lagði að henni að leiða framboð til stjórnar. Hún neitaði í fyrstu en ég lagði hart að henni. Ég reyndi allt og þóttist meira að segja hafa dreymt pabba hennar, Jón Múla Árnason.“

„Það var auglýst eftir framboði til stjórnar Dagsbrúnar. Það var vika til stefnu. Ég spurði fólk hvort það hefði ekki áhuga á því að bjóða sig fram. Á örfáum dögum formaðist framboð. Sólveig hafði komið að stofnun Sósíalistaflokksins og ég lagði að henni að leiða framboð til stjórnar. Hún neitaði í fyrstu en ég lagði hart að henni. Ég reyndi allt og þóttist meira að segja hafa dreymt pabba hennar, Jón Múla Árnason. Mér fannst óendanlega mikilvægt að hún byði sig fram, bæði sem láglaunakona á leikskóla og sem sá snillingur sem hún er. Hún samþykkti á endanum og náði glæsilegu kjöri. Ég var einskonar kosningastjóri B-listans og saman bjuggum við til frábæra kosningabaráttu. Síðar sat ég undir þeim áróðri Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og fleiri að þetta væri plott hjá mér til að komast yfir þrjá milljarða í sjóðum Eflingar. Áróður þessara karla tekur á sig ævintýralegar myndir. Seinna þegar Heiðveig María sagði mér hvernig hún vildi efla kjarabaráttu sjómanna vildi ég strax allt gera til að hjálpa henni. Hún hefði orðið frábær talskona sjómanna en einhverri spilltustu forystu nokkurs verkalýðsfélags veraldar tókst að verjast því að sjómenn fengju að kjósa sér forystu í Sjómannafélagi Íslands. Það má segja að forystan hafi rænt völdum með því að reka Heiðveigu úr félaginu og komast þannig hjá kosningu.“

Helgarblað Mannlífs er komið út.

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -