Þráinn Hafstein Kristjánsson veitingamaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann bjó í Kanada frá árinu 1972. Hann fæddist 1. ágúst 1940. Foreldrar hans voru Kristján Hafstein Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfreyja.
Þráinn hóf snemma störf í veitingageiranum. Fyrir tvítugt var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg. Hann gat sér gott orð í tónlistinni, lék á píanó og sílófón í nokkrum hljómsveitum. Hann tók jafnframt að sér að bóka hljómsveitir fyrir hótel og bíóhús föður síns á Selfossi. HAnn var meðal annars forsprakki þeirrar goðsagnakenndu hljómsveitari Dáta.
Þráinn stóð fyrir því að koma frægum hljómsveitum til Íslands, þeirra á meðal Hollies. Þá var hann nálægt því að fá Rolling Stones Íslands
Þráinn flutti til Winnipeg í Kanada og opnaði veitingastaðinn Tound Table þar árið 1973. Síðan opnaði Þráinn veitingakeðjuna Grapes sem mest náði því að vera á átta stöðum í vesturhluta Kanada.
Þráinn var einnig rekstrarstjóri í yfir 243 eldhúsum víðs vegar um Norður-Ameríku.
Eftirlifandi börn Þráins eru Guðrún Þráinsdóttir, Anna Berta Silk, Kristján Hafstein Kristjánsson og Víkingur Kristjánsson. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin átta.
Morgunblaðið segir frá andláti Þráins í dag og rekur æviferil hans.