Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þráinn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrá­inn Haf­stein Kristjáns­son veit­ingamaður er látinn,  84 ára að aldri. Hann bjó í Kanada frá árinu 1972. Hann  fædd­ist 1. ág­úst 1940. For­eldr­ar hans voru Kristján Haf­stein Gísla­son veit­ingamaður og Svandís Gísla­dótt­ir hús­freyja.

Þrá­inn hóf snemma störf í veit­inga­geir­an­um. Fyr­ir tví­tugt var hann orðinn yfirþjónn á Hót­el Borg. Hann gat sér gott orð í tón­list­inni, lék á pí­anó og síló­fón í nokkr­um hljóm­sveit­um. Hann tók jafn­framt að sér að bóka hljóm­sveit­ir fyr­ir hót­el og bíó­hús föður síns á Sel­fossi. HAnn var meðal annars forsprakki þeirrar goðsagnakenndu hljóm­sveit­ar­i Dáta.

Þrá­inn stóð fyr­ir því að koma fræg­um hljóm­sveit­um til Íslands, þeirra á meðal Hollies. Þá var hann ná­lægt því að fá Roll­ing Stones Íslands

Þrá­inn flutti til Winnipeg í Kan­ada og opnaði veit­ingastaðinn Tound Table þar árið 1973. Síðan opnaði Þrá­inn veit­inga­keðjuna Grapes sem mest náði því að vera á átta stöðum í vest­ur­hluta Kan­ada.

Þrá­inn var einnig rekstr­ar­stjóri í yfir 243 eld­hús­um víðs veg­ar um Norður-Am­er­íku.

Eft­ir­lif­andi börn Þrá­ins eru Guðrún Þrá­ins­dótt­ir, Anna Berta Silk, Kristján Haf­stein Kristjáns­son og Vík­ing­ur Kristjáns­son. Barna­börn­in eru 13 og barna­barna­börn­in átta.

- Auglýsing -

Morgunblaðið segir frá andláti Þráins í dag og rekur æviferil hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -